16 milljarðar hafa verið greiddir í atvinnuleysisbætur á árinu

Greiddar atvinnuleysisbætur um síðustu mánaðamót námu tæpum tveimur milljörðum króna og hækkuðu heildargreiðslur um tæpar 60 milljónir milli mánaða. Það sem af er þessu ári hafa rúmlega 16 milljarðar verið greiddir í atvinnuleysisbætur og mun Atvinnuleysistryggingasjóður að óbreyttu tæmast á næsta ári.

Í fjárlögum fyrir árið 2009 er gert ráð fyrir rúmum 17 og hálfum milljarði króna í atvinnuleysisbætur.

Í júlímánuði voru tryggingagjöld og iðgjaldagreiðslur fyrirtækja hækkaðar til að mæta vaxandi kostnaði vegna atvinnuleysisbóta.

Greiddar atvinnuleysisbætur það sem af er þessu ári nema rúmum sextán milljörðum króna og ljóst er að atvinnuleysistryggingasjóður mun ekki hafa bolmagn til að standa undir áframhaldandi greiðslum á næsta ári nema til komi auka fjármagn frá ríkinu eða frekari hækkun skatta.

Atvinnuleysi mældist 8 prósent í síðastliðnum júlímánuði en tölu fyrir ágústmánuð liggja ekki fyrir. Fátt bendir þó til þess að atvinnuleysi muni dragast saman í vetur.

Rúmlega 15 þúsund einstaklingar fengu atvinnuleysisbætur um síðustu mánaðamót og fækkað um 3 hundruð milli mánaða. Greiddar atvinnuleysisbætur hækkuðu um tæpar 60 milljónir frá júlímánuði til ágústmánaðar eða úr 1.877 milljónum í 1.930 milljónir. (visir,is)

Það kom sér vel fyrir okkur hvað mikiðvar í atvinnuleysistryggingasjóði þegar kreppan skall á. En nú er aðeins 1 1/2 milljarður eftir. Stjórnvöld hafa lýst því yfir,að aflað verði fjár til þess að unnt verði að halda áfram greiðslu  atvinnuleysisbóta. Það er vel en herða þarf reglur.T.d. á ekki að vera unnt að neita vinnu nema einu sinni.

 

Björgvin Guðmundsson




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband