Föstudagur, 2. október 2009
Vaxtabótum breytt
Reglum um úthlutun barna- og vaxtabóta verður breytt þannig að þær nýtist betur tekjuminni fjölskyldum. Tekjuskerðing vaxtabóta verður aukin en á móti verða hámarksvaxtagjöld sem bætur geta reiknast af hækkuð.
Þetta kemur fram í frumvarpi til fjárlaga næsta árs. Lagt er til að 7,8 milljarðar króna fari í að greiða bæturnar en það er sama fjárhæð og í fjárlögum þessa árs. Á haustþingi verður lagt fram sérstakt frumvarp um nánari úthlutun vaxtabóta.
Þá er gert ráð fyrir að 9,1 milljarður verði greiddur í barnabætur á næsta ári; 1 milljarði minna en í ár. Reglum um úthlutun bótanna verður breytt þannig að þessi lækkun komi niður á tekjumeiri fjölskyldum. Lagt verður fram frumvarp á haustþingi þar sem úthlutun barnabóta verður ákveðin nánar.(visir.is)
Með því að óbreytt krónutala vaxtabóta er í fjárlagafrv. er um raunlækkun að ræða vegna verðbólgunnar.Það er þó bót i máli að vaxtabætur eiga að hækka hjá tekjulágum en lækka hjá tekjuháum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.