Margir í sárri neyð

Stöðugur straumur af fólki leitar sér hjálpar vegna erfiðrar fjárhagsstöðu, segir Þórhallur Heimisson, prestur við Hafnafjarðarkirkju. Í samtali við Vísi segir Þórhallur að sama hversu oft sé bent á vandann, ekkert virðist vera að breytast.

Þórhallur segir að í hönd fari kostnaðarsamir og erfiðir mánuðir fyrir fólk „Og ég er þegar farinn að kvíða komandi mánaðarmótum, nóvember-desember og desember-janúar," segir Þórhallur á vefdagbók sinni. Hann segir að fólk knýi dyra í kirkjunni í algerri neyð. Það eigi ekki fyrir mat handa sér og börnum sínum það sem eftir lifi mánaðar. Það fái afsvar hjá öllum yfirvöldum og sé búið með kvótann hjá hjálparstofnunum.

Mér líst ekkert á framhaldið ef það á ekkert að fara að taka á þessu almennilega. Það er náttúrlega fullt af mjög góðu fólki sem er að leggja lið og náttúrulega hjálparstofnanir - en það er samt takmarkað. Fólk er að koma og það á ekki neitt - og það fær afsvör mjög víða," segir Þórhallur. Hann segir að það sé örvænting í fólki sem viti ekki hvert það geti farið í leit að hjálp.

Þórhallur segir að engin umræða sé um málið nema þegar tölur komi um þessi mál frá hjálparstofnunum. Það sé þörf á meiri umræðu um málið og raunverulegra aðgerða. (visir,is)

Margir kvíða vetrinum og víst er hætta á því að ástandið verði verra í vetur en það er nú.T.d. er reiknað með að atvinnuleysi aukist.Þeir sem eru verst staddir verða að reiða sig á hjálparstofnanir 'en auk þess hvílir sú skylda á sveitarfélögunum að  veita fjárjagsaðstoð.

 

Björgvin Guðmundsson



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband