Jóhanna ávarpaði þing sænskra jafnaðarmanna

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, flutti ræðu við mjög góðar undirtektir á flokksþingi Jafnaðarmannaflokks Svíþjóðar í Stokkhólmi miðvikudaginn 28. október.

Mona Sahlin, formaður sænskra jafnaðarmanna, hefur verið í fararbroddi fyrir myndun rauðgræns bandalags í sænskum stjórnmálum sem Jafnaðarmenn, Vinstri flokkurinn og Umhverfisflokkurinn standa að. Þessir þrír flokkar munu bjóða fram slíka samvinnu fyrir þingkosningarnar að ári með það fyrir augum að mynda rauðgræna ríkisstjórn ef vel gengur.

Fyrir utan Jóhönnu var Jens Stoltenberg, formaður norska Verkamananflokksins, einnig ræðumaður á þinginu í dag, en þau eru nú í forystu "rauðgrænna" stjórna hvort í sínu landi.

Þess má geta að rauðgrænu samstarfsflokkarnir í Svíþjóð hafa opnað sameiginlega vefsíðu, www.rodgron.se
Björgvin Guðmundsson
- - - - - -

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband