Jóhanna telur frostavetur framundan ef Icesave verður fellt

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur bent á,að  Ísland hefur ekki viðurkennt,að landinu beri að greiða Icesave enda þótt það verði gert.Við áskiljum okkur rétt til þess að taka það upp síðar hvort Íslandi beri að borga eða ekk.Það er ljóst,að Bretar og Hollendingar hafa kúgað okkur til þess að borga.Ef við borgum ekki mun landið verða einangrað  og þurfa að sæta mikið verri lífskjörum en ella .Ég tel,að þegar mál þessi hafa róast,eftir nokkur ár, eigi Ísland að taka það upp ESB,að sambandið greiði  Icesave skuldina  fyrir  Ísland. Tilskipun ESB um innstæðutryggingar var stórgölluð og þvi   ber ESB ábyrgð á málinu.Ef Icesave fellur er frostavetur framundan á Íslandi í atvinnumálum.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Frostavetur falli Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband