Fiskvinnslur greiða starfsfólki ríflega jólabónusa

Nokkur stór útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki ætla að greiða landverkafólki sínu óvenju ríflega launauppbót nú í desember, vegna góðrar afkomu á árinu.

Þannig ætlar Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum að greiða hverjum starfsmanni, að undanskildum æðstu stjórnendum, 150 þúsund krónur til viðbótar við desemberuppbótina. 110 fastráðnir starfsmenn fá uppbótina þar.

 

Ísfélagið, líka í Vestmannaeyjum, ætlar að tvöfalda jólabónusinn til sinna 120 starfsmanna, sem nemur þá 90 þúsundum á mann. Svo ætlar Samherji á Akureyri að greiða sínu landverkafólki hundrað þúsund krónur aukalega nú í desember.

 

Þetta kemur fram á heimasíðum fyrirætkjanna og öll skýra fyrirtækin þetta með góðri rekstrarafkomu , meðal annars vegna lágs gengis krónunnar.Þetta kemur fram á heimasíðum fyrirtækjanna og Fréttasstofunni er kunnugt um fleiri smærri útvegsfyrirtæki sem ætla að bæta við umsaminn jólabónus.(visir.is)

Þetta eru ánægjulegar fréttir og leiða í ljós góða afkomu fiskvinnslufyrirtækja.Góð afkoma þessara fyrirtækja stafar m.a. af lágu gengi íslensku krónunnar.Þetta er ljós í myrkri kreppunnar.

 

Björgvin Guðmundsson

     
    •  
      •  





       


      « Síðasta færsla | Næsta færsla »

      Bæta við athugasemd

      Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband