Mótmæla flutningi hjúkrunarheimila

Stjórn íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir fyrirætlanir um að flytja málefni hjúkrunarheimila til félagsmálaráðuneytisins úr heilbrigðisráðuneytinu. Þjónustan á hjúkrunarheimilunum sé nú fyrst og fremst heilbrigðisþjónusta, ekki félagslegt úrræði.

Málefni aldraðra voru flutt frá heilbrigðisráðuneytinu yfir í félagsmálaráðuneytið fyrir tæpum tveimur árum. Um næstu áramót eiga hjúkrunarheimilin að fara sömu leið og eru rökin fyrir því þau að þetta sé rökrétt framhald af fyrri breytingu. Hjúkrunarheimilin séu heimili fólksins og eigi þar með að falla undir félagsþjónustu.

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga leggst alfarið gegn þessum hugmyndum. Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður félagsins bendir á að fólk sem leggst inn á hjúkrunarheimilin hafi þegar notið heimaþjónustu, heimahjúkrunar, dagvistar og annarrar slíkrar þjónustu.

Mjög veikir einstaklingar sem leggjast inn af þeir þurfa mikla þjónustu vegna sjúkdóma og veikinda því verði þetta að vera undir merkjum heilbrigðisþjónustu ekki félagsþjónustu. Elsa segir að eðlilegt hafi verið að flytja þá þætti til félagsmálaráðuneytisins sem voru fluttir fyrir tveimur árum, til dæmis dvalarheimilin(ruv.is)

Það eru skiptar skoðanir um flutning hjúkrunarheimila til félagsmálaráðuneytisin en ég hallast að því að það sé rétt skref. Það er best að hafa öll málefni eldri borgara á einni hendi.

Björgvin Guðmundsson

 

 


    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband