Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu, en verða beðnir um nafn og netfang eftir að smellt er á "Senda". Þeir fá staðfestingarslóð senda í tölvupósti og þurfa að smella á hana til að gestabókarfærslan birtist.

Gestir:

Vélfræði og tölvunarfræðingur

Sæll Björgvin. Þú ert bæði ötull og vinnusamur við að koma ýmsum atriðum tengdum mannréttindum eldri borgara í betra horf. Mér hefur dottið í hug, af lestri allra þeirra vankanta og óréttlætis, sem við eldri borgarar erum beittir af yfirvöldum, sem og sitjandi pólitíkusum og embættismönnum, hvort ekki sé meira en nóg af því að því komið af sífelldum brotum stjórnarskrár. Kannt þú að tíunda þetta og ef þessu eru dæmi, hvað sé til ráða. Þakka þér svo öll skrifelsið. Kveðja Þorsteinn Sigurður (1707382099).

Þorsteinn Sigurður Þorsteinsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 14. ágú. 2018

Fyrirlestur

Sæll Björgvin. Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi er með fyrirlestur á laugardagsmorgnum frá 10 til 12. Á laugardaginn 1 apríl kemur framkvæmdarstjóri landsambands lífeyrissjóða og langar okkur að fá þig með henni við fyrirlesturinn. Gott ef þú gætir komið. Ég er í síma 6944276. Kv. Kristján Friðþjófsson Email. kf.0403@gmail.com

Kristján Friðþjófsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 27. mars 2017

Upphaf alþýðutrygginga

Þakka fyrst góðar greinar um kjör aldraðra. Í síðustu grein í Fréttablaðinu varð leiðinda misskilningur um upphaf almannatrygginga. Þeim var fyrst komið á eins og fjölda mörgum öðrum framfaramálum af "stjórn hinna vinnandi stétta" árið 1936. Stjórnin var skipuð þeim framsóknarmönnum Hermanni Jónassyni, þá forsætisráðherra, Eysteini Jónssyni, þá fjármálaráðherra og alþýðuflokksmanninum Haraldi Guðmundssyni, þá atvinnumálaráðherra. Stjórnarfrumvarpið var samið af Haraldi og sætti mótspyrnu íhaldsins (m.a. Ólafs Thors) eins og nær allt, sem þessi bezta ríkisstjórn allra tíma framkvæmdi. Með góðri kveðju, Jón Einar Jakobsson hrl.

Jón Einar Jakobsson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 17. júlí 2016

þakklæti!

ég vil þakka þér fyrir þitt framlag,til réttlætis,og ég vona,að þú bætir frekar í heldur en hitt! Bestu kveðjur!

Rúnar Kristmar Rósmundsson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 8. jan. 2016

Björgvin Guðmundsson

viðskiptafræðingur

Sæll Þórir!Takk fyrir skrifin.Já svarið var skrítið hjá TR.Það t.d. undarlegt,að tryggingabætur skuli vera skertar üt af venjulegum lífeyri sparnaði en ekki út af séreignalífeyrissparnaði.Það ætti að vers öfugt.Ég sló inn kvæntur ellilífeyrisþega með 70 000 á mánuði úr lífeyrissjóði.Hann er skertur um 40 000 kr.Skerðingin hefur minnkað aðeins en þetta er samt skandall.Þetta er eins og eignaupptaka þar eð við eigum lífeyrinn sen við höfum safnað.Svar TR vegna atvinutekna er skrítið.Rétta svarið er að tekjur umfram 110 þús.kr. á Mán skerða tryggingabætur. Kær kveðja. Björgvin. PS.Geturðu gefið mér upp e- maí liði hjá þér.Ég ætla að senda þér e-mail. MBK.BG

Björgvin Guðmundsson, mið. 4. feb. 2015

Þórir Kjartansson

Að gefnu tilefni

Heill og sæll Björgvin og bestu þakkir til þín fyrir einarða baráttu þína fyrir bættum kjörum aldraðra. Ég er fyrir stuttu farinn að taka lífeyri frá TR og finnst þar margt kúnstugt. Fór að leika mér í reiknivélinni sem er á heimasíðu TR og í framhaldinu sendi ég þeim nokkrar fyrirspurnir og fannst svörin undarleg. Spurði m.a. um skerðingar vegna lífeyris og atvinnutekna. Við því fékk ég þetta svar: a. Séreignasjóður er ekki að lækka greiðslur hjá TR. b. Frá 1.1.2015 þá er frítekjumark gagnvart lífeyrissjóði 328.800 kr. á ári eftir það lækkar tekjutrygging um 38,35% c. Frítekjumark gagnvart launatekjum er 1.315.200 kr. á ári svo að tekjur sem þú hefur af atvinnurekstri er ekki að lækka greiðslur hjá TR." Þegar ég benti þeim síðan á að samkvæmt reiknivélinni færi liðurinn, "Framfærsluuppbót" út ef ég setti inn greiðslu annað hvort á 50þús. greiðslu úr séreignarsjóði eða 50þús.kr. greiðslu fyrir vinnu, var svarið þetta: "Sæll Ásæða er að allar tekjur nema félagsleg aðstoð frá sveitarfélögumi lækka framfærsluuppbót krónu á móti krónu." Sé ekki betur en að þarna séu einhverjir maðkar í mysunni. Besta kveðja Þórir N. Kjartansson Vík í Mýrdal

Þórir Kjartansson, mið. 4. feb. 2015

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson

Sæll Gylfi! Það er gaman að heyra,að þú ert ánægður með bókina.Bið þig að skila kveðju til pabba þíns og sendi þér mínar bestu kveðjur og þakklæti fyrir góða aðstoð og móttökur í Brussel. kv.BG

Björgvin Guðmundsson, lau. 2. nóv. 2013

Efst á baugi.

Sæll Björgvin. Óska þér til hamingju með bókina þína Efst á baugi. Ég er búinn að lesa hana of finnst hún bæði fróðleg og skemmtileg. Bókin gefur góða innsýn í íslensk stjórnmál og stjórnsýslu. Ég færi þér þakkir fyrir hlý orð sem fram koma í bókinni í garð okkar feðga. Gylfi Kristinsson.

Gylfi Kristinsson. (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 29. okt. 2013

Kalli (leyninafn)

kíktu inn á okkar blogg

httð://www.skyrgamur.blog.is Kalli

Kalli (leyninafn), fös. 19. des. 2008

Björgvin Guðmundsson

Sæl Júlía frænka!

Gaman að heyra frá þér.Ég var í sveit á Stafnesi hjá ömmu þinni,þegar æeg var lítill drengur og lék mér þá við mömmu þína og systur hennar. Það var mjög skemmtilegt.Jú það væri gaman að halda ættarmót.Bið að heilsa mömmu þinni. Kær kveðja Björgvin

Björgvin Guðmundsson, mið. 12. nóv. 2008

Halló frændi

sæll Björgvin frændi ég heiti Júlía og bý í Sandgerði dóttir Gottu ég kíki hér oft við, gaman væri að halda fleiri ættarmót,þurfum að skipa nefnd til að skipuleggja það.kær kveðja Júlía frænka

Júlía Stefánsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 12. nóv. 2008

Sigurjón Þórisson

Góður

Sæll Afi langaði bara að hrósa þér fyrir vel skrifaðar greinar. kveðja að norðan

Sigurjón Þórisson, lau. 18. okt. 2008

USA bjargar sínum - En Ísland?

væri ekki nær að utanríkisráðuneytið notaði útgjöld sem fara í aðstoð afríku-ríkja (sem eiga nóg af aurum) í að aðstoða sitt eigið ríkji? eða ætlar 300 þúsund mann "þorp" að bjarga heiminum og setja almenning í landinu á hausinn? kveðja Kristinn

Kristinn Ægisson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 26. sept. 2008

Halló afi :)

Hæ hæ afi. Ég ákvað að kvitta í gestabókina hjá þér svona í eitt skipti allavega :) Gaman að sjá hvað þú ert duglegur að blogga :) Júlía

Júlía Birgisdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 6. sept. 2008

Björgvin Guðmundsson

Gunnar Eiríkur Eiríksson

Sæll Gunnar! Þakka góðar kveðjur. Gaman að heyra að þú lest bloggið. Kær kveðja Björgvin

Björgvin Guðmundsson, lau. 16. ágú. 2008

Åskorun

Sæll Bjørgvin! Tad er litid sem tù ekki hefur skodun å.Èg les allt sem tù skrifar og tad hjålpar mèr med ad halda islenskunni vid;;:) Thò ad eg sè ekki alltaf sammåla thèr.En thad er nu bara eins og thad er.Keep op the god work!!!!..Kær kvedja fra Tønsberg...Gunnar Eiriksson..

Gunnar Eirikur Eiriksson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 15. ágú. 2008

Kjaradeila hjúkrunarfræðinga tengist ekki einungis LSH

Ágæti bloggari. Ég má til með að tjá mig um að kjaradeila hjúkrunarfræðinga við ríkið snýst ekki einungis um hjúkrunarfræðinga á LSH og þeirra störfum. Hjúkrunarfræðingar á svo til öllum heilsugæslustöðvum á landinu vinna hjá ríkinu og einnig á öðrum stofnunum. Það kemur t.d. til með að hafa áhrif á heimahjúkrun sem er unnin í yfirvinnu um helgar og á helgidögum. Vildi bara benda á stöðuna eins og hún getur orðið. kveðja Guðbjörg Sigurgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur

Guðbjörg Sigurgeirsd (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 9. júlí 2008

Kristján P. Gudmundsson

Villa leiðrétt:

Í eftu línu: ......glöggt erfit.... les: glöggt eftir...... Til þessaðvalda ekki óþarfa misskilningi, er Steinunn Auðunsdóttir alsystir þeirrra Auðunsbræðra, sem voru frægar aflaklær. Ég held,að Villa, vini okkar, hafi þótt Steinunn full stjórnsöm og því hafi upp úr soðið ? Bless, Sami.

Kristján P. Gudmundsson, fös. 4. júlí 2008

Kristján P. Gudmundsson

Kæri bloggvinur.

Ég þykist, uns annað verði sannað, kunna nokkur deili á þér, kæri nýi bloggvinur. Ég man glöggt erfit þér af málfundum í MR (1952), þar sem þú yfirleitt fórst mikinn og lést bæði íhald og einkum þá blóðrauðu kommadindla sem aðra andstæðinga fá það óþvegið ? Fám árum síðar kynntist ég þér, Björgvin, persónulega að atbeina Vilhjálms Ólafssonar, cand.oecon., sem var vinur minn af Grettisgötu (ég af Njálsgötu) og hann kvæntist um þetta leyti stúlku, sem heitir Steinunn Auðunsdóttir og vann með mér í Vesturbæjar Apóteki (1956-59). Þau skildu, en Villi vinur minn féff sér nýja konu og hefur það gott vona ég. Ég á bróður, sem margir eldri Reykvíkingar, kannast við af Laugaveginun, Helgi Guðmundsson, úrsmiður. Já, margir kalla hann, Helga Úra, sem er homun að meinalausu. Ég er viss um, kæri Björgvin, að við þekkjum fullt af fólki af leiðinni, Njálsgata-Gunnarsbraut- Sólvellir, sem SVR rak af mynarskap um árabil, já mikið voru þetta sjarmerandi tímar, sem við vorum aðnjótandi í æsku, Björgvin minn. Ég ætla ekki að hafa þetta spjall lengra núna, því að þú hefur svo mikið að gera í þjóðmálunum. Svona eiga menna að vera, láta valdamenn vita af sér, til að þeir haldi frekar vöku sinni, Sæll að sinni með bestu kveðjum frá LYCKEBY/Karlskrona, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, fös. 4. júlí 2008

Ríkisstjórnin stendur sig illa varðandi málefni aldraðra

Ég er innilega sammála því sem fram kemur í greinum Björgvins á bloggsíðu hans.´Ríkisstjórnin hefur einfaldlega ekki staðið sig í málefnum aldraðra.Það var ekki við miklu að búast af Sjálfstæðisflokknum en frammistaða Samfylkingarinnar er hneyksli ! 30. Júní 2008 Ólafur Ormsson

Ólafur Ormsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 30. júní 2008

Hrafnhildur Jóna Þórisdóttir

Haltu góðum skrifum áfram og kær kveðja til frúarinnar frá mér. :)

Hrafnhildur Jóna Þórisdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 3. júní 2008

Óskar Arnórsson

Kveðja frá baráttumanni

Takk fyrir alla pistla þá ég skilji ekki alla sem ég les. Reyni mitt besta alla vega..

Óskar Arnórsson, fös. 11. apr. 2008

Gleðilega Páska

Gleðilega páska og takk fyrir fróðlegar og góðar greinar. Kveðja Rúnar

Rúnar Björgvinsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 24. mars 2008

Kveðja til tengdapabba

Takk fyrir góðar samverustundir um páskana. Kveðja Ella

Elín Traustadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 24. mars 2008

Baráttumaður

Það er sómi að hvað þú stendur þig vel í baráttu eldri borgara við ríkisvaldið.Hún er góð hjá þér greininn um léleg vinnu brögð heilbrigisráðherra.

Friðbjörn Kristjánsson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 28. feb. 2008

Björgvin Guðmundsson

FEB,Rvk

Árni! Takk fyrir sendinguna. Velkominn í varastjórn. Með kveðju.- Björgvin

Björgvin Guðmundsson, mán. 25. feb. 2008

Árni Gunnarsson

Takk fyrir síðast

Til hamingju með kosninguna með næst flestum atkvæðum! Er sáttur við að hafa komist í varastjórn.

Árni Gunnarsson, sun. 24. feb. 2008

Góðar greinar

Ég les greinar Björgvins Guðmundssonar reglulega. Björgvin er skeleggur baráttumaður fyrir málefnum eldri borgara. Ef við ættum fleiri slíka þá stæðu mál betur.Björgvin !Þú stendur vaktina og fyrr en síðar vinnst sigur og baráttumál eldri borgara ná fram að ganga.

Ólafur Ormsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 14. jan. 2008

Aldraðir og öryrkjar

sæll Björgvin ég mátti til að senda þér baráttukveðju. þú skrifar mikið um kjaramál aldraða en ég var að stofan bloggsíðu um öryrkja. alveg ótrúlegt hvað aldraðir og öryrkjar verða að vera vakandi og minna á sig aftur og aftur. vertu velkomin á síðuna mína fjoryrkjar.bloggar.is kveðja Heiða fjöryrki

Heiða Björk (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 4. okt. 2007

Björgvin Björgvinsson

Baráttukveðja frá Finnlandi

Takk fyrir mjög góða pistla, og kveðjurnar inn á bloggsíðuna mína. Kv.BB

Björgvin Björgvinsson, fös. 4. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband