Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bjarni lofaði að afnema allar tekjutengingar og sveik það!

Hinn 22.apríl 2013,fyrir þingkosningarnar það ár, sendi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, eldri borgurum bréf og gaf þeim það stærsta kosningaloforð, sem eldri borgurum hefur verið gefið.Bjarni sagði,að ef hann kæmist til valda mundi hann gera eftirfarandi:

" Við ætlum að afnema tekjutengingar ellilífeyris.Þar er sannarlega um réttlætismál að ræða ".

Hér var um stórkostlegt loforð að ræða.

Bjarni lofaði hér eldri borgurum í bréfi að gera eftirfarandi:

að afnema tekjutengingu (tekjuskerðingu) í almannatryggingum vegna atvinnutekna.

að afnema tekjutengingu í almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði

að afnema tekjutengingu í almannatryggingum vegna fjármagnstekna

að afnema tekjutenginu í almannatryggingum vegna allra annarra tekna.

Hér var ekki verið að lofa að framkvæma þessar miklu breytingar í áföngum. Nei það átti að gera þetta allt í einu lagi.Það var ekki verið að horfa í að þetta væri dýrt fyrir ríkið.

Bjarni Benediktsson komst til valda eftir kosningarnar 2013. Hann varð fjármálaráðherra og því í kjörstöðu til þess að efna þetta mikla kosningaloforð við aldraða. En hann gerði ekkert í því; ekki eitt einasta snitti.Eftir kosningarnar 2016 varð Bjarni forsætisráðherra og því enn valdameiri.En hann gerði samt ekkert til þess að efna þessi miklu kosningaloforð við aldraða.Hann sveik það gersamlega.

Spurningin er þessi: Var Bjarna ekki alvara með því að lofa afnámi tekjutenginga? Var hann aðeins að svíkja og skrökva til þess að komast til valda.Allt bendir til þess að svo hafi verið. Og þegar höfð eru í huga þau spillingarmál,sem hann hefur verið viðriðin síðan virðist nokkuð augljóst,að hann hefur ekki meint neitt með þessu loforði.Fréttamiðlar út um alla Evrópu segja,að ríkisstjórn Íslands segi af sér á ný vegna hneykslismála á Íslandi.Áður varð Sigmundur Davíð að segja af sér vegna aðildar að Panamaskjölunum.Bjarni var reyndar einnig aðili að Panamaskjölunum og hefði að sjálfsögðu einnig átt að segja af sér.Það átti jafnt yfir þá báða að ganga.-

Björgvin Guðmundsso

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband