Mun barátta aldraðra bera árangur

 Tveir miklir baráttufundir fyrir málefnum aldraðra voru haldnir um síðustu helgi.Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík var haldinn og einnig mikill baráttufundur 60+ og Samfylkingarinnar. Á báðum fundunum var lögð mikil áhersla á að bæta þyrfti verulega kjör aldraðra. Athyglisvert er  að nú eru menn sammmála um að  miða  þurfi lífeyri aldraðra við framfærslukostnað samkvæmt neyslukönnun Hagstifu Íslands.Verði það tekið upp verður um byltingu að ræða í málefnum eldri borgara. Í dag eru  meðaltalsútgjöld einstaklinga samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar 210 þúsund á mánuði. Það þyrfti því að hækka lífeyri aldraðra einhleypinga um í kringum 100 þúsund á mánuði ef viðmiðun við  neyslukönnun Hagstofunnar yrði tekið upp.  Skattleysismörkin verði hækkuð Bæði Samfylkingin og Félag eldri borgara vilja einnig stórhækka skattleysismörkin enda er það besta kjarabótin fyrir láglaunafólk og eldri borgara. Hækka þarf skattleysismörkin upp í 140 þúsund á mánuði, ef miðað er við launavísitölu frá 1988.En nú eru þau aðeins 90 þúsund á mánuði.Það er búið að hafa af almenningi 35 milljarða vegna rýrnunar skattleysismarka. Ef skattleysismörkin hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 hefði almenningur fengið 35 milljarða meira í vasann en þeir fengu. Björgvin Guðmundsson  

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband