Ójöfnuður hefur aukist mikið í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar




clip_image001.jpg

Ríkisskattstjóri reiknaði út vorið 2006  Gini stuðul  frá 1993. Í ljós kom,að ójöfnuður á Íslandi hefur aukizt til muna ár fram af ári á þessu tímabili eða um. 12 stig. Gini-stuðullinn er viðtekinn mælikvarði á misskiptingu tekna milli manna og er reiknaður úr gögnum um neyzluútgjöld heimilanna eða tekjur, ýmist samkvæmt neyzlukönnunum eða skattframtölum, og tekur í minnsta lagi gildið 0, ef allir hafa sömu tekjur eða neyzlu (fullkominn jöfnuður), og í mesta lagi 100, ef allar tekjur og neyzla falla einum manni í skaut (fullkominn ójöfnuður). Séu tekjur mælikvarðinn, er helzt miðað við heildartekjur að greiddum sköttum og þegnum bótum, svo að tekjujöfnunaráhrifum skatta- og tryggingakerfisins sé haldið til haga. Jöfnuður á Íslandi var löngum talinn svipaður og annars staðar um Norðurlönd, en svo er ekki lengur. Samkvæmt ríkisskattstjóra var Gini-stuðull Íslands árið 2005  36. Tölurnar um Ísland eiga við ráðstöfunartekjur sambýlisfólks með fjármagnstekjum samkvæmt skattframtali ásamt barna- og vaxtabótum að frádregnum tekju-, eignar- og fjármagnstekjuskatti. Tölur ríkisskattstjóra sýna, að jöfnunaráhrif skatta- og tryggingakerfisins hafa minnkað jafnt og þétt allt tímabilið. Breytingar á skattkerfinu og tryggingakerfinu undangengin ár hafa því dregið úr jöfnuði. Íslenzki Gini-stuðullinn hefur að jafnaði hækkað um eitt stig á ári og vel það síðan 1993.Svo skyndileg umskipti í tekjuskiptingu hafa ekki nokkurn tímann átt sér stað í nokkru nálægu landi, þótt misskipting tekna hafi víða færzt í vöxt að undanförnu vegna tækniframfara og aukinna viðskipta. Tíu stiga munur á Gini-stuðlum milli landa svarar til munarins á jöfnuði í tekjuskiptingu í Noregi og á Bretlandi. Ójöfnuður er mun meiri en annars staðar í okkar heimshluta, án þess að frá því væri greint á áberandi stað í opinberum hagskýrslum áður. (Byggt á upplýsingum ríkisskattstjóra og heimasíðu Þorvaldar Gylfasonar prófessors)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Loksin hheirir maður i Eðakrata segja eitthvað sem er raunhæft /styð þetta hjá þer Björgvin/HalliGamli

Haraldur Haraldsson, 20.2.2007 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband