Hænufet í lífeyrismálum aldraðra

 Ríkisstjórnin hefur gumað mikið af því undanfarið, að hún hafi verið að gera stórátak í lífeyrismálum aldraðra.Sif Friðleifsdóttir,heilbrigðis-og tryggingaráðherra rekur þennan áróður í grein í Mbl. En hver er sannleikurinn í því máli? Hann er sá, að ríkisstjórnin  hefur stigið hænufet í lífeyrismálum aldraðra. Lífeyrir aldraðra einstaklinga (einhleypinga) frá Tryggingastofnun er nú 126 þúsund krónur á mánuði fyrir skatta..Miðað er við þá sem ekki eru í lífeyrissjóði og verða að treysta eingöngu á almannatryggingar. Ríkisstjórnin   hækkaði þessa fjárhæð um 3 þúsund krónur um áramót eða í 126 þúsund krónur. Þetta kalla ég hænufet.Það breytir litlu eða engu hvort lífeyrisþeginn fær 123 þúsund eða 126 þúsund. Það er jafnmikil hungurlús eftir sem áður og engin leið að lifa mannsæmandi lífi af þessum lífeyri. Af þessari fjáhæð verður lífeyrisþeginn að greiða skatta og verða þá aðeins um 113 þúsund krónur eftir þegar þeir hafa verið greiddir.- Fyrr í sumar  samdi ASÍ  við atvinnurekendur um leiðréttingu á launum launþega vegna verðbólgunnar og inn í því samkomulagi var, að aldraðir fengju svipaða leiðréttingu en rausnarskapur ríkisstjórnarinnar var slíkur, að aðeins 400 lífeyrisþegar fengu fulla leiðréttingu.Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar sem birt var 15.desember  eru meðaltalsútgjöld einstaklinga til neyslu nú 210 þúsund á mánuði fyrir utan skatta. En ríkisstjórnin býður lífeyrisþegum 126 þúsund á mánuði og Sif fagnar og telur þetta gott. 

Mega vinna fyrir 25 þúsund á mánuði! 

Ekki tekur betra við þegar athugað er hvað lífeyrisþegar mega vinna mikið án þess að bætur þeirra verði skertar. Það eru 25 þúsund krónur á mánuði.. Þetta er hlægilega lág upphæð. Ríkisstjórnin ætlaði upphaflega að láta það ekki taka gildi fyrr en 2010, að lífeyrisþegar mættu vinna fyrir einhverju lítilræði án þess að bætur þeirra væru skertar. En  stjórnin flýtti gildistökunni vegna þrýstings frá samtökum aldraðra.Telur ríkisstjórnin sig hafa unnið stórvirki með því að flýta gildistöku á þessu lítilræði til  síðustu  áramóta! En þetta er aðeins hænufet,sem ríkisstjórnin er að stíga.

 Ríkið skuldar öldruðum marga milljaða til byggingar hjúkrunarheimila 

Þegar litið er á framkvæmdir ríkisstjórnarinnar í vistunarmálum aldraðra kemur í ljós að þar er öllu slegið á frest og spiluð framtíðarmúsik en það gagnast ekki öldruðum, þeir þurfa vistun strax. Það er ekki einu sinni skilað því sem tekið hefur verið  úr framkvæmdasjóði aldraðra en  það eru 2,5-3 milljarðar sem teknir hafa verið úr sjóðnum til annarra þarfa en byggingar hjúkrunarheimila og stofnana fyrir aldraða. Á þessu ári lætur ríkisstjórnin 100 milljónir til byggingar hjúkrunarheimila. Það er öll ósköpin. Krafan er sú,að allri upphæðinni,3 milljörðunum,verði skilað strax og þeir notaðir í byggingar hjúkrunarheimila fyrir aldraða.   

  Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg verða aðsegja að þetta er allt rétt hja´þer Björgvin,eg se að eg er að berjast i við vinmillur i minum flokki XD!!!!! Kveðjur  Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 22.2.2007 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband