Vafasöm ákvörðun Hótel Sögu

Bændasamtökin, sem eiga Hótel Sögu, tilkynntu í gær,að þau hefðu ákveðið að neita svokölluðum klámframleiðendum um gistingu á Hótel Sögu. Kom þessi ákvörðun í kjölfar mikillar mótmælaöldu gegn því ,  að umræddir klámframleiðendur héldu þing sitt hér á landi. Margir hafa varpað öndinni léttar vegna þessarar ákvörðunar Hótel Sögu og fagna því, að klámframleiðendur hafi hætt við komu sína til Íslands.

En umrædd ákvörðun er að mínu mati mjög vafasöm.Mönnum er vísað frá landinu án þess að þeir hafi aðhafst nokkuð álöglegt hér á landi. Þessi ákvörðun getur skapað fordæmi og auðveldað það, að teknar verði í framtíðinni hentistefnuákvarðanir um að vísa einhverjum hópum frá landinu fyrir engar sakir.Hér hefur t.d.  verið rekinn sterkur áróður gegn Múslimum og þeir jafnvel stimplaðir hryðjuverkamenn. Hvað ef hópur Múslima kæmi hingað til lands til þess að halda þing. Lægi ekki beint við að vísa þeim frá ? Hvað ef harðir  baráttumenn hvalveiða vildu halda fund hér? Gæti það ekki verið varasamt? Hvað um Greenpeace, ef þau samtök vildu halda fund hér? Er það ekki stórhættulegt? Og þannig má áfram telja. Ljóst er ,að' Bændasamtökin hafa látið undan múgæsingu og þrýstingi frá stjórnmálamönnum. Mér finnst ákvörðun  samtakanna í meira lagi vafasöm.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband