Miðvikudagur, 28. febrúar 2007
Kemur ekki til framkvæmda fyrr en 1.janúar 2009!
Ásta Möller alþingismaður Sjálfstæðisflokksins segir á heimasíðu sinni, að aldraðir fái nú mikla kjarabót, þar eð hætt sé að skerða lífeyri frá almannatryggingum vegna lífeyrissjóðstekna maka.Sagt er frá þessu eins og þetta sé komið til framkvæmda. Og vitnar Ásta Möller í ræðu er hún flutti sjálf um málið fundi Sjálfstæðisflokksins. En hvað er það rétta í þessu máli: Jú,það rétta er, að afnám umræddrar skerðingar vegna lífeyrissjóðstekna maka kemur ekki til framkvæmda fyrr en 1.janúar 2009 að hluta til og ekki fyrr en 1.janúar 2010 að fullu..
Tíminn er dýrmætur hjá öldruðumÞannig er um mörg atriði í hinu fræga samkomulagi ríkisstjórnar og Landssambands eldri borgara frá síðasta sumri, sem raunar má ekki kalla samkomulag heldur yfirlýsingu. Flest atriðin koma til framkvæmda eftir mörg ár. Það er verið að flagga ýmsum atriðum sem koma til framkvæmda einhvern tímann í framtíðinni. En eldri borgarar hafa ekkert gagn af slíkum umbótum. Hjá þeim er tíminn mjög dýrmætur. Þeir þurfa umbætur strax, bæði í lífeyrismálum og vistunarmálum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þegar þar að kemur verður heimildin skorin niður á fjárlölgum. Þá verða margir baráttumanna dauðir þegar byrjað verður að greiða.
Jón Sigurgeirsson , 28.2.2007 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.