Hafa bankarnir misfarið með viðskiptafrelsið?

Góður mælikvarði á hagkvæmni í bankarekstri er vaxtamunur, munur á útlánsvöxtum og innlánsvöxtum.Þegar bankarnir voru  einkavæddir var reiknað með því að vaxtamunurinn mundi minnka. En nú er komið í ljós, að vaxtamunurinn hefur aukist og á sama tíma hafa þjónustugjöld einnig  aukist.Viðskiptavinir bankanna hér innan lands hafa ekki notið betri afkomu bankanna í lægri vöxtum eða lægri  þjónustugjöldum. Aukinn gróði bankanna hefur allur runnið í vasa eigendanna.

Verra en þegar bankarnir voru ríkisreknir

 

Á viðreisnarárunum,1960-1971, var vaxtamunur bankanna 2,5% á ári til jafnaðar.Á þeim tíma voru bankarnir allir ríkisreknir og margir töldu, að rekstur bankanna væri ekki nægilega hagkvæmur í höndum ríkisins. Lítill vaxtamunur á þessum tíma bendir hins vegar til þess,að rekstur bankanna hafi verið hagkvæmur.Á verðbólguárunum  1972-1990  jókst vaxtamunur mjög og var 9% til jafnaðar á ári..Ein helsta röksemdin fyrir einkavæðingu bankanna var sú,að  vaxtamunur þeirra væri allt of  mikill og að hann mundi minnka við einkavæðingu. En svo hefur ekki orðið.Vaxtamunurinn hefur aukist eða í 13,4% 2005.Að þessu leyti til hefur einkavæðing bankanna því mistekist. Vaxtamunur bankanna var til jafnaðar 13% á ári á tímabilinu  1991-2006.Hvers vegna hefur vaxtamunur bankanna aukist við  einkavæðinguna í stað þess að minnka? Ef til vill er ástæðan sú, að bankarnir voru seldir á undirverði vinum og vandamönnum stjórnarflokkanna og ekki hirt um að selja bankana  hæsta verði mönnum,sem kunnu til bankareksturs.Hinir nýju eigendur bankanna eru haldnir taumlausri  græðgishyggju  fyrir hönd hluthafanna en hugsa ekkert um hag íslenskra viðskiptavina bankanna.

Á að koma bönkunum í hendur ríkisins á ný?

 

Mál þetta var rætt í Silfri Egils  Þar var Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, gestur Egils Helgasonar. Jón sagði, að miðað við það hvernig eigendur bankanna hefðu haldið á málum og miðað við að vaxtamunur bankanna hefðu aukist við einkavæðinguna væri ef til vill réttast að þjóðnýta bankana á ný.Neytendasatökin hafa oft gagnrýnt bankana harðlega fyrir mikinn vaxtamun og há þjónustugjöld. Ekki hefur verið gert mikið með þessa gagnrýni samtakanna. Krafan er sú, að athugað verði hvort bankanrnir hafi misfarið með viðskiptafrelsið.Samkeppniseftirlitið  hefur bent á, að vaxtamunur bankanna sé meiri hér en á hinum Norðurlöndunum.Auk þess hefur eftitlitið vakið athygli á því, að mikil samþjöppun er hér í bankarekstrinum. Samkeppni er í lágmarki..  Vextir bankanna eru furðulíkir,  svo og þjónustugjöldin. Ekki er vitað hvort um eitthvert samráð er að ræða milli bankanna við verðlagningu þjónustu og ákvörðun vaxta.En framkoma bankanna gagnvart viðskiptavinum er furðulega lík framkomu olíufélaganna við sína viðskiptavini en þau reyndust sem kunnugt er sek um ólöglegt verðsamráð. 

 Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband