Lætur Framsókn beygja sig?

 

 Sérkennileg deila er nú risin milli stjórnarflokkanna, íhalds og Framsóknar.Deilt er um það hvort setja eigi ákvæði í stjórnarskrá um sameign þjóðarinnar á fiskinum í sjónum. Ákvæði um þetta efni er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og þar tekið skýrt fram, að  setja eigi á kjörtímabilinu í stjórnarskrá ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindinni í sjónum. En ekki hefur verið staðið við þetta ákvæði, þegar 10 dagar eru eftir af starfstíma þingsins. Sá þingmaður Framsóknar, sem benti fyrstur á það, að  standa yrði við umrætt ákvæði stjórnarsáttmálans var Kristinn H.Gunnarsson ( hann var þá enn í framsókn.)  En ekki var hlustað á hann í því máli fremur en öðrum. Framsóknarmenn hefðu betur hlustað á Kristin  strax. Þá væru þeir ekki í þessum vandræðum í dag. 

  Átti að svíkja ákvæðið? 

Hvernig má það vera, að ekki sé enn búið  að efna þetta ákvæði stjórnarsáttmálans. Sif Friðleifsdóttir lýsti því yfir á nýafstöðnu flokksþingi Framsóknarflokksins, að ef umrætt ákvæði  yrði ekki efnt mundi það kosta stjórnarslit. Það er vitað, að Sjálfstæðisflokkurinn stendur í vegi fyrir efndum á þessu ákvæði og því væri það rökrétt, að Framsókn slyti stjórnarsamstarfinu, ef Sjálfstæðisflokkurinn léti sig ekki í málinu. Það vill Sif. Ekkert bólar á því, að Sjálfstæðisflokkurinnn gefi sig í þessu máli .Ef Framsókn lætur sig eftir stóru orðin missir flokkurinn þann litla trúverðugleika sem flokkurinn á eftir.En það væri eftir öðru,  að Framsókn léti beygja sig í þessu máli. Íhaldið hefur beygt Framsókn í hverju málinu á fætur öðru. Frægast var þegar Davíð beygði Halldór í málinu varðandi Þjóðhagsstofnun. Davíð ákvað að leggja stofnunina niður áður enn hann talaði við Framsókn. Og enda þótt Framsókn væri á móti því að leggja stofnunina niður  svínbeygði Davíð Framsókn í málinu. Fer eins í þessu máli?  Beygir íhaldið Framsókn og kemur í veg fyrir, að ákvæðið um þjóðareign á  auðlindinni fari inn í stjórnarskrá?

 Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband