Þjóðin á auðlindina í sjónum

 

 

Sjálfstæðisflokkurinn er nú á undanhaldi í auðlindamálinu og allar horfur á að flokkurinn fallist á kröfu Framsóknar um að setja auðlindaákvæðið í stjórnarskrána.Sjálfstæðismenn eru farnir að kynna ýmis skilyrði fyrir því að standa við stjórnarsáttmálann í þessu efni. Þeir ætla sem sagt að setja skilyrði fyrir því að þeir standi við sinn eigin stjórnarsáttmála. Það er ekkert til  samninga í þessu efni. Það stendur í fyrstu grein laga um fiskveiðistjórnun, að fiskurinn í sjónum sé sameiginleg auðlind og eign þjóðarinnar. Þetta ákvæði á að fara í stjórnarskrána. Þar er ekkert um að semja.

   Annars springur stjórnin 

Ef Sjálfstæðisflokkurinn dregur áfram lappirnar  í þessu máli springur stjórnin. Stjórnarandstaðan flytur þá tillögu um að auðlindaákvæðið fari í stjórnarskrá og Framsókn samþykkir þá tillögu. Sjálfstæðisflokkurinn mundi þá hrökklast úr stjórninni.

 

Björgvin Guðmundsson

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband