Hlutdrægni hjá RÚV

 

 

Í kastljósi sjónvarpsins í gærkveldi voru umræður um atburði liðinnar viku og þar á meðal pólitíkina.Tveir sjálfstæðismenn voru til kvaddir til þess að fjalla um þetta efni undir stjórn Jóhönnu Vilhjálmsdóttur.Þessir álitsgjafar voru þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Hrafn Jökulsson. Verður það að teljast harla einkennilegt hjá ríkisútvarpinu, sem á að teljast óhlutdrægt, að kalla á tvo sjálfstæðismenn til þess að fjalla um atburði líðandi stundar og þar á meðal um síðustu skoðanakannanir um fylgi flokkanna. Enda reyndist umfjöllun þeirra tvímenninganna mjög einhliða og í henni var t.d. mjög hallað á stjórnarandstöðuna og rekinn áróður fyrir ríkisstjórnina. Hannes Hólmsteinn er þekktur sjálfstæðismaður en Hrafn  Jökulsson gekk í Sjálfstæðisflokkinn á síðasta ári samkvæmt frásögnum fjölmiðla.Væntanlega reynir RUV áfram að gæta óhlutdrægni þó það breytist í einkahlutafélag.

 Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband