Innrásin í Írak var ólögmæt; svo og stuðningur Íslands við hana

Jón Sigurðsson,  formaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi stuðning Íslands við innrásina í Írak á  miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins. Sagði Jón, að um mistök hefði verið að ræða. Ummæli Jóns vöktu mikla athygli og hafa þau verið túlkuð  sem gagnrýni á Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson en þeir tvímenningar tóku ákvörðunina um að styðja innrásina í  Írak.

 Brot á alþjóðalögum og brot á íslenskum lögum 

  Mál þetta var rætt á alþingi. Ögmundur Jónasson tók málið upp þar. En Jón Sigurðsson stóð ekki lengi við stóru orðin: Nú dró hann verulega í land og sagði, að ákvörðun Halldórs og Davíðs hefði verið lögmæt! Þessi ummmæli Jóns eru furðuleg með tilliti til þess, að það er margoft búið að sýna fram á , að innrásin í Írak og stuðningur  Íslands við hana var brot á lögum.

 Naut ekki stuðnings Öryggisráðsins 

Innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak naut ekki stuðnings Öryggisráðs Sþ.og var því brot á alþjóðalögum. Ákvörðun þeirra tvímenninga Halldórs og Davíðs var hvorki lögð fyrir utanríkismálanefnd alþingis né  ríkisstjórn og var því kolólögleg. Lögum samkvæmt á að leggja öll mikilvæg stjórnarmálefni fyrir ríkisstjórn og samkvæmt lögum og reglum á að leggja öll mikilvæg utanríkismálefni fyrir utanríkismálanefnd alþingis. Það var ekki gert. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, sem er einn færasti lögmaður landsins, kom á fund utanríkismálanefndar alþingis til þess að fjalla um innrásina í Írak og  kvörðunina um stuðning Íslands við hana. Hann sagði, að innrásin í Írak hefði verið brot á alþjóðalögum og ákvörðunin um stuðning Íslands  við innrásina hefði verið ólögmæt.

 

Björgvin Guðmundsson




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband