Miðvikudagur, 14. mars 2007
Stjórnarskráin:Ríkistjórnin beitir blekkingum
Stjórnarandstaðan telur tillögu Geirs Haarde og Jóns Sigurðssonar um breytingu á stjórnarskránni byggða á blekkingu. Það er látið í veðri vaka, að æskilegt sé að setja í stjórnarskrá ákvæði um að fiskimiðin, auðlindin í sjónum, sé þjóðareign.En við þetta ákvæði eru svo margir fyrirvarar í sjálfri tillögunni og greinargerð með henni, að auðlindaákvæðið verður markeysa ein. Formaður Samfylkingarinnar telur lagaákvæðið í lögunum um stjórn fiskveiða öruggara ákvæði en tillöguna um breytingu á stjórnarskránni.Málið snýst um það, að öruggt sé, að þjóðin eigi kvótana og að unnt sé að afturkalla þá hvenær sem þjóðinni hentar og að unnt sé að innheimta nægilega hátt auðlindagjald fyrir þá. Ef þetta markmið næst ekki með breytingu á stjórnarskránni þá á ekki að breyta henni.
Auðlindanefndin, sem skilaði áliti árið 2000, kom sér saman um skilgreiningu á hugtakinu þjóðareign. Allir flokkar í nefndinni samþykktu þá túlkun. Samfylkingin vill halda sér við þá skilgreiningu.Ef breyta á stjórnarskránni nú er eðlilegast að setja skilgreiningu auðlindanefndar frá 2000 inn í stjórnarskrána.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.