Góð ræða Ingibjargar Sólrúnar á alþingi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, flutti mjög góða ræðu í eldhúsdagumræðunum í gærkveldi. Hún lagði mikla áherslu á málefni aldraðra og öryrkja og sagði,að ríkisstjórnin hefði vanrækt að gæta hagsmuna þessara hópa. Ríkisstjórnin hefði hugsað um viðskiptaaðila þjóðfélagsins en gleymt fólkinu í landinu. Ingibjörg Sólrún sagði að leysa þyrfti STRAX  vanda aldraðra varðandi rými í hjúkrunarheimilum. Það mál þyldi enda bið. Aldraðir ættu að fá að vinna á vinnumarkaðnum án þess að sæta skerðingu á lífeyri sínum og bæta þyrfi lífeyri aldraðra.Ingibjörg Sólrún gagnrýndi harðlega misskiptinguna og ójöfnuðinn í þjóðfélaginu og sagði, að ný ríkisstjórn yrði að leiðrétta þau mál. Hún gagnrýndi harðlega tillögu formanna stjórnarflokkanna um  breytingar á stjórnarskránni og sagði þar um  sjónhverfingu að ræða. Stjórnarskráin væri höfð að leiksoppi. 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband