Laugardagur, 17. mars 2007
Agnes kemur Geir og Jóni til hjálpar
Morgunblaðið birti athyglisverða forustugrein um auðlindamálið í gær. Þar gagnrýnir blaðið ríkisstjórnina harðlega fyrir að afgreiða ekki breytinguna á stjórnarskránni og setja ákvæði um þjóðareign á auðlindum inn í stjórnarskrána.Segir Morgunblaðið, að ríkisstjórnin geti ekki kennt stjórnarandstöðunni um lyktir málsins.Þessi leiðari vakti mikla athygli, þar eð það er ekki á hverjum degi sem Morgunblaðið gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega. En ljóst er, að Morgunblaðið hefur fengið bágt fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið Morgunblaðið á beinið. Í dag bregður svo við, að á forsíðu Morgunblaðsins kveður við allt annan tón en í forustugreininni. Þar skrifar Agnes Bragadóttir grein og tekur upp hanskann fyrir ríkisstjórnina og segir ,að lyktir auðlindamálsins séu stjórnarandstöðunni að kenna. Kemur hún með furðulega kenningu um það,að Össur Skarphéðinsson hafi komið með brellu, sem ríkisstjórnin hafi séð við. Þessi kenning Agnesar er óskiljanleg. Jón Sigurðsson formaður Framsóknar tók það hvað eftir annað fram, að það væri ekki á dagskrá að hafa samráð við stjórnarandstöðuna um auðlindamálið. Það þýðir því ekki að koma eftir á og saka stjórnarandstöðuna um að hafa ekki viljað samstarf við ríkisstjórnina. Sjálfstæðisflokkurinn hafði lítinn áhuga á því að afgreiða auðlindamálið. Framsókn vildi afgreiða það en lét íhaldið semja tillögungreinina, sem var svo óskiljanleg , að allir lögspekingar landsins lögðust gegn henni. Nokkrir þingmenn íhaldsins voru á móti tillögunni. Þegar svo var komið þorði ríkisstjórnin ekki að afgreiða málið án samþykkis stjórnarandstöðunnar. Fyrst vildi stjórnin ekki samráð við stjórnarandstöðuna en þegar allt var komið í óefni átti stjórnarandstaðan að skera stjórnina niður úr snörunni!
Björgvin GuðmundssonFlokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
tek undir með þér Björgvin, góð grein hjá þér
Halli
Hallgrímur Óli Helgason, 17.3.2007 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.