Mbl. vill fá VG í stað Framsóknar í ríkisstjórn

Morgunblaðið hefur um nokkurt skeið hampað Vinstri grænum mikið og hælt Steingrími J. formanni VG. Vakti það mikla athygli, þegar Mbl. birti mikinn hólleiðara um Steingrím daginn, sem landsfundur VG hófst. Það hefur ekki farið fram hjá neinum, að Mbl. hefur verið að  leita að nýrri hækju fyrir Sjálfstæðisflokkinn í stað Framsóknar, þ.e. í ríkisstjórnarsamstarf. Um nokkurt skeið hefur verið ljóst, að Framsókn dygði ekki lengur í hækjuhlutverkið. Framsókn hefur tapað það miklu fylgi á löngu samstarfi við Sjálfstlæðisflokkinn, að ljóst er að Framsókn dugar ekki lengur í þetta hlutverk. Ekki hefur Morgunblaðið þó talað hreint út um það, að æskilegt væri að  fá VG í stjórn í stað Framsóknar, ekki fyrr en í gær en þá þótti blaðinu tímabært að tala fullum fetum um þetta baráttumál sitt og allt Reykjavíkurbréfið var lagt undir málið ásamt sæmilegum skammti af svívirðingum um Samfylkinguna. Framsókn kom svo illa út úr síðustu skoðanakönnun, fékk aðeins 6,9%, að Mbl. þótti óhætt að tala hreint út um þetta baráttumál sitt.

 

Samfylkingin réðist á goðið sjálft!

 

 Í kosningabaráttunni fyrir 4 árum gerði Samfylkingin undir forustu Ingibjargar Sólrúnar harða hríð að Davíð Oddsyni og Sjálfstæðisflokknum. Þessi barátta gaf það góða raun, að Sjálfstæðisflokkunni fékk ekki nema   33 % í kosningunum en Samfylkingin 31%. Það munaði því sáralitlu á flokkunum og um tíma leit út fyrir, að Samfylkingin fengi meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn.Þetta hefur íhaldið aldrei fyrirgefið Samfylkingunni. Síðan þetta gerðist hefur Morgunblaðið rekið stanslausan  áróður gegn Ingibjörgu Sólrúnu og Samfylkingunni. Og það  virðist hafa verið ákveðið í herbúðum Sjálfstæðisflokksins að láta skriffinna flokksins beina sér fyrst og fremst gegn Ingibjörgu Sólrúnu og Samfylkingunni. Mbl. hefur gegnt lykilhlutverki í þessum áróðursskrifum gegn Samfylkingunni. Ef til vill hefur þessi barátta skilað einhverjum árangri. Sjálfstæðsflokkurinn hefur aldrei fyrirgefið Ingibjörgu Sólrúnu og Samfylkingunni, að  sjálft goðið, Davíð, skyldi  gagnrýnt svo harðlega sem gert var. Sérstaklega var hin fræga Borgarnesræða Ingibjargar Sólrúnar tekin fyrir. En allt sem hún sagði í þeirri ræðu hefur komið fram og reynst rétt.

 Mbl. er ljóst, að allar horfur eru nú á því að stjórnarandstaðan myndi næstu ríkisstjórn. Allt skal gert til þess að afstýra því og þar virðist vænlegast að beita fyrir VG. En  ekki eru neinar horfur á að VG bíti á agnið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já þegar Steingrímur komst á forsíðu moggans, datt honum ekkert betra í hug en að ljúga "ég er feminismi"

Tómas Þóroddsson, 18.3.2007 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband