Viljum ríkisstjórn án íhaldsins

Miklar bollaleggingar eiga sér nú stað um stjórnarmyndun eftir næstu kosningar.Stjórnarandstaðan hefur boðað, að hún muni reyna stjórnarmyndun sem fyrsta valkost nái hún þingmeirihluta. Það er mjög eðlilegt, þar eð stjórnarflokkarnir hafa verið svo lengi við völd,að eðlilegt er að þeir fái frí frá völdum, ef kjósendur hafna meirihluta þeirra.

Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið reyna að vísu allt sem þessir aðilar geta til þess að egna fyrir VG og Samfylkingu og munu reyna fram á síðustu stundu að fá þessa aðila til fylgilags við sig. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf leikið þann leik og mun halda því áfram. Það hefur t.d. vakið mikla athygli hvað Morgunblaðið hefur gengið langt í því að egna fyrir Vinstri græna. Hver leiðarinn á fætur öðrum hefur verið skrifaður í Mbl. til þess að hæla VG og Steingrími J. og síðan birtist heilt Reykjavíkurbréf síðasta sunnudag þar sem VG var hælt á hvert reipi en Samfylkingin og Ingibjörg Sólrún nídd niður. Sennilega hefur Mbl. fengið bágt fyrir þetta Reykjavíkurbréf þar eð í byrjun vikunnar kom leiðari í Mbl. þar sem aldrei þessu vant var vikið að nokkrum mikilvægum málum sem VG er á móti en Sjálfstæðisflokkurinn  berst fyrir.

 

 Samfylkingin á ekki að fara í stjórn með íhaldinu

 

Að sjálfsögðu finnast menn innan Samfylkingarinnar,sem vilja mynda stjórn með íhaldinu. En ég er algerlega andvígur því. Ég tel, að það sé alger nauðsyn fyrir Samfylkinguna, þegar hún fer í ríkisstjórn í fyrsta sinn ,að hún myndi stjórn eða taki þátt í stjórn án Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin er stofnuð til þess að berjast við Sjálfstæðisflokkinn og fyrir málefnum jafnaðarstefnunnar. Sjálfstæðisflokkurinn stendur helst í vegi fyrir umbótamálum jafnaðarmanna. Sjálfstæðisflokkurinn er málssvari græðgishyggjunnar,fjármagnseigenda og stóratvinnurekenda. Flokkurinn hefur bætt aðstöðu þessara aðila stórlega undanfarin ár á kostnað launafólks. Misskipting  og ójöfnuður hefur stóraukist í þjóðfélaginu. Samfylkingin ætlar að leiðrétta misskiptinguna.

 

 Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband