Mesta ranglæti Íslandssögunnar

Úthlutun á  ókeypis aflaheimildum til örfárra útvalinna gæðinga er eitthvert mesta ranglæti sem átt hefur sér stað, sennilega mesta ranglæti Íslandssögunnar. Þeir, sem fengu fríar aflaheimildir, hafa getað braskað með þær og þeir hafa margir hverjir óspart gert það. Sumir bleyta aldrei færi, leigja bara aflaheimildirnar út og hafa gott upp úr því.Aðrir hafa selt frá sér alla kvótana og hætt veiðum.Dæmi eru um að menn hafi fengið marga milljarða fyrir  kvóta,sem þeir hafa selt.Þeir hafa sumir hverjir selt kvóta, sem þeir fengu fría, selt heimildir,sem þeir í raun áttu ekki, þar eð þjóðin á fiskinn í sjónum.Fiskurinn er sameiginleg auðlind þjóðarinnar. Nauðsynlegt er að breyta þessu fyrirkomulagi.Það verður að afhenda þjóðinni veiðiheimildirnar á ný. Og síðan verða allir sem fá veiðiheimildir að greiða fyrir afnot þeirra.

  Óbreytt stefna Samfylkingar 

Samfylkingin samþykkti svohljóðandi á landsfundi 2003: "Samfylkingin stefnir  að því endurheimta sameiginlega auðlind þjóðarinnar, fiskinn í sjónum, með markvissri innköllun og endurúthlutun veiðiheimilda þar sem opnaður er aðgangur veiðiréttinum með jafnræði og réttlæti leiðarljósi. Þessi leið færir komandi kynslóðum aftur réttinn til arðs og aðgangs að sameiginlegri auðlind, tryggir nýliðun í útgerð og færir íbúum sjávarbyggðanna á ný réttinn til að nýta þá auðlind sem skóp þær."Þessari stefnu hefur ekki verið breytt.Hún er enn í fullu gildi. Aðaltilgangur kvótakerfisins var að vernda þorskstofninn. En það hefur mistekist. Ástand þorskstofnsins er verra í dag en áður en kerfið var sett.

 Framsókn höfundur kerfisins 

Það var Framsóknarflokkurinn sem setti kvótakerfið á og á því höfundarrétt því. Að vísu var vitað, að LÍU lagði tillögurnar um kvótakerfið fyrir sjávarútvegsráðherra Framsóknar. LÍU og Framsókn bera ábyrgð á þessu kerfi, sem skapað hefur mestu tekjutilfærslur allra tíma í þjóðfélaginu. Þessu kerfi verður að breyta. 

Er þetta stjórnarskrárbrot? 

Það stendur í lögunum um stjórn  fiskveiða, fiskurinn í sjónum sameign þjóðarinnar. Eða eins og stendur orðrétt í 1.grein laganna: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar”. Eignarrétturinn  nýtur  friðhelgi stjórnarskrárinnar.Hvernig er þá unnt selja eign þjóðarinnar sem nýtur friðhelgi stjórnarskrárinnar. Er það ekki stjórnarskrárbrot? Það þyrfti að láta reyna á þetta ákvæði fyrir dómstólum. Ég tel, að það sé óheimilt að selja kvótana. Það er kominn tími til,að tekið í taumana, braskið með kvótana stöðvað og   þjóðin endurheimti sameiginlega auðlind sína,fiskinn í sjónum. 

Björgvin Guðmundsson   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband