Mánudagur, 26. mars 2007
Geir vill Framsókn í stjórn áfram
Morgunblaðið birti stórt viðtal við Geir Haarde,forsætisráðherra, á sunnudag.Þar er Geir m.a. spurður um hvaða samstarfsaðila í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokkurinn vilji helst.Geir svarar: Framsókn. Svar Geirs kemur ekki á óvart, þar eð Framsókn hefur verið þæg í taumi allan þann tíma,sem hún hefur verið í stjórn með íhaldinu.Framsóknarflokkurinn hefur verið sannkölluð hækja í stjórnarsamstarfinu. Og nú er svo komið, að Framsókn er að þurrkast út hvað fylgi varðar.Kjósendur eru að refsa Framsókn fyrir langa íhaldsþjónkun.
Aldraðir og öryrkjar gleymdustGeir Haarde segir í viðtalinu við Mbl., að hann vilji halda áfram að bæta lífskjör Íslendinga. En hvernig hefur það starf til tekist fram til þessa? Það hefur tekist þannig, að kjör og aðstaða atvinnurekenda og fjármagnseigenda hefur verið stórbætt. Tekjurskattur fyrirtækja hefur verið lækkaður í 18% á sama tíma og skattur launþega er 35%. Fjármagnseigendur greiða aðeins 10% skatt og greiða ekkert meira til samfélagsins. Stjórnarflokkarnir hafa gleymt öldruðum og öryrkjum,þegar þeir hafa verið að bæta kjör annarra í þjóðfélaginu. Aldraðir og öryrkjar hafa setið eftir. Loforð,sem gefið var 1995 um að þessir hópar fengju sömu hækkun á lífeyri sinn og launafólk,var svikið. Öryrkjar þurftu að leita til Hæstaréttar til þess að fá lögbundnar lífeyrisgreiðslur.Það er sama hvar borið er niður: Stjórnarflokkarnir hafa níðst á láglaunahópum þjóðfélagsins og þeim,sem minna mega sín.Þessir flokkar þurfa að fá frí í kosningunum 12.mai.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.