Framkvæmdasjóður aldraðra misnotaður

  

Það mun hafa verið Albert heitinn Guðmundsson, sem fyrstur hreyfði þeirri hugmynd í borgarstjórn Reykjavíkur leggja ákveðinn skatt á hvern gjaldanda í landinu til þess   kosta byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða. Við sem þá sátum með Albert í borgarstjórn urðum strax hrifnir af þessari hugmynd hans og það skapaðist þverpólitísk samstaða um hana. Hugmyndin náði fram ganga og það var lögfest   leggja á landsmenn gjald,sem mynda skyldi framkvæmdasjóð  aldraðra til þess kosta framkvæmdir við byggingu stofnana fyrir eldri borgara. En misvitrir stjórnmálamenn hafa eyðilagt framkvæmdasjóðinn. Það var opnuð heimild til þess sjóðurinn kostaði einnig í vissum tilvikum rekstur hjúkrunarheimila og stofnana og eins og ég hefi bent á áður  í greinum mínum hafa margir milljarðar verið teknir úr sjóðnum til reksturs. Það var aldrei meiningin, þegar sjóðurinn var stofnaður, láta neitt renna úr honum til reksturs.Alls munu hafa verið teknir 3-4 milljarðar úr framkvæmdasjóðnum til eyðslu, til  reksturs á undanförnum árum. Það er forkastanlegt, þar þetta hefur gerst á sama tíma og mikil vöntun hefur verið á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða og biðlistar hafa verið mjög langir. Það eru ráðherrar heilbrigðis og tryggingamála,sem bera ábyrgð á þessu ráðslagi.

 

Framkvæmdasjóður látinn styrkja söng og listir!

 

En ráðherrar hafa ekki látið við það sitja taka fjármagn úr framkvæmdasjóði til reksturs. Nei þeir hafa einnig látið sjóðinn styrkja ýmis gæluverkefni  á sviði menningar-og listastarfsemi og meira segja hefur núverandi heilbrigðisráðherra látið sjóðinn kosta útgáfu  áróðursbæklings..Mig rak í rogastans, þegar ég heyrði Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, alþingismann, segja frá því á Útvarpi Sögu, framkvæmdasjóður aldraðra hefði styrkt ýmis  verkefni á sviði söng-og listastarfsemi.Þessar styrkveitingar eru mínu mati ólöglegar eða a.m.k. stríða gegn anda laganna..Sjóðurinn er kominn langt út fyrir sitt markmið með því veita peningum í slík verkefni.Í rauninni er hér um misnotkun á sjóðnum ræða.

 

Milljörðunum verði skilað til  aldraðra

 

Eldri borgarar krefjast þess, ríkið skili aftur þeim milljörðum, sem teknir hafa verið úr framkvæmdasjóði til eyðslu.Aldraðir vilja þessa peninga til byggingar hjúkrunarheimila.Eldri borgarar vilja einnig til baka þá fjármuni,sem stjórnarflokkarnir hafa haft af öldruðum í skertum lífeyri  síðustu 12 árin.Þar er um 40 milljarða ræða. Stjórnvöld lofuðu því 1995, aldraðir mundu sömu uppbætur á lífeyri  sinn eins og láglaunafólk fengi á laun sín. Þetta fyrirheit var svikið. Þau svik hafa kostað aldraða 40 milljarða.Ríkið verður leiðrétta kjör aldraðra með því greiða þeim þessa fjárhæð til baka strax.

 

Björgvin Guðmundsson

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband