Miðvikudagur, 28. mars 2007
Skattar á öldruðum hækkaðir
Skattbyrði aldraðra hefur stóraukist í valdatíð núverandi stjórnarflokka. Ef litið er á skatta 66-70 ára kemur í ljós,að á tímabilinu 1994-2004 hafa skattar þeirra aukist úr 18,2% af tekjum í 27,3% eða alls um 9,1 prósentustig.Skattar 71-75 ára hafa á sama tímabili aukist úr 11,1% í 24,2% eða um 13,1 prósentustig og skattar 76 ára og eldri hafa aukist á sama tímabili úr 7,6% í 21,4% eða um 13,8 prósentustig. Á sama tíma hafa skattar meðalfjölskyldunnar hækkað úr 19,2% í 23,7% eða um 4,5 prósentustig. Eða m.ö.o.: Því eldra sem fólk er og því lægri sem tekjurnar eru þeim mun meiri er aukning skattbyrðarinnar.
Skattar hálaunafólks lækkaðirÁ sama tíma og þetta hefur gerst hafa skattar hálaunafólks og fyrirtækja verið lækkaðir. Hátekjuskattur var felldur niður. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur komið vel fram í skattamálunum og í framkomunni gagnvart öldruðum. Það er ekki aðeins,að lífeyri aldraðra hafi verið haldið niðri svo þeir fá aðeins hungurlús frá almannatryggingum heldur hefur á sama tíma verið níðst á þeim með því að hækka á þeim skatta.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.