Skattar á öldruðum hækkaðir

Skattbyrði aldraðra hefur stóraukist í valdatíð núverandi stjórnarflokka. Ef litið er á skatta 66-70 ára kemur í ljós,að á tímabilinu 1994-2004  hafa skattar þeirra aukist úr 18,2% af tekjum í 27,3% eða alls um 9,1 prósentustig.Skattar 71-75 ára hafa á sama tímabili aukist úr 11,1% í 24,2% eða um 13,1 prósentustig og  skattar 76 ára og eldri hafa aukist á sama tímabili úr 7,6% í 21,4% eða um 13,8 prósentustig. Á sama tíma hafa skattar meðalfjölskyldunnar hækkað úr 19,2% í 23,7% eða um 4,5 prósentustig. Eða m.ö.o.: Því eldra sem fólk er og því lægri sem tekjurnar eru þeim mun meiri er aukning skattbyrðarinnar.

 Skattar hálaunafólks lækkaðir 

Á sama tíma og þetta hefur gerst hafa skattar hálaunafólks og fyrirtækja verið lækkaðir. Hátekjuskattur var felldur niður. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur komið vel fram í skattamálunum og  í framkomunni gagnvart öldruðum. Það er ekki aðeins,að lífeyri aldraðra hafi verið haldið niðri svo þeir fá aðeins hungurlús frá almannatryggingum heldur hefur á sama tíma verið  níðst á þeim með því að hækka á þeim skatta.

 

Björgvin Guðmundsson

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband