DV og utanríkisþjónustan

DV skrifar grein um utanríkisþjónustuna 30.mars sl. Segir blaðið,að utanríkisþjónustan sé misnotuð og mikið um pólitíska sendiherra. Hafi keyrt um þverbak í þeim efnum þann stutta tíma, sem Davíð Oddsson hafi verið utanríkisráðherra en hann var rúmt ár í því embætti. Á þeim tíma tíma skipaði hann 11 sendiherra samkvæmt frásögn DV.Þar af voru 7 pólitískt skipaðir.Hefur enginn utanríkisráðherra “afrekað” svo mikið í pólitískum embættaveitingum sem þetta en fast á hæla honum kemur Halldór Ásgrímsson.

DV skýrir frá því, að  starfsmannaráð flutningsskyldra starfsmanna í utanríkisþjónustunni hafi kvartað við utanríkisráðherra vegna pólitískra embættaveitinga. Afhenti ráðið utanríkisráðherra bréf um málið. Þar segir m.a.: “Á undanförnum árum  hafa

pólitískar embættaveitingar í utanríkisþjónustunni aukist til  muna. Af forstöðumönnum

á 23 sendiskrifstofum, þar sem rekið er sendiráð, fastanefnd eða aðalræðisskrifstofa eða starfsmaður með sendiherratitil skipaður í starf hjá alþjóðastofnun, voru í mars 2007  tíu pólitískt  skipaðir eða um 45 %.” Starfsmannaráðið segir, að  þetta háa hlutfall eigi sér ekki hliðstæðu í öðrum vestrænum ríkjum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband