Kosningin i Hafnarfirði mun hafa áhrif

Mikið er nú rætt um kosninguna í Hafnarfirði  um stækkun álversins. Fellt var með naumum meirihluta að heimila stækkun.Andstæðingar stækkunar eru ánægðir með úslitin þó mjóu hafi munað en hinir,sem vildu heimila stækkun eru óánægðir. Rannveig Rist forstjóri álversins í Hafnarfirði segir þetta eitt mesta  áfall álverksmiðjunnar.

 Það er mjög jákvætt,að sveitarfélög leggi stór og mikilvæg málefni undir dóm kjósenda.Og sjálfsagt verður meira um það í framtíðinni en verið hefur. En  ekki er sama hvernig staðið er að slíkum atkvæðagreiðslum. Álverið í Hafnarfirði hafði unnið að undirbúningi stækkunar í 8 ár. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi úthlutað álverinu lóð undir stækkaða verksmiðju. Nýtt deiliskipulag fyrir stærri verksmiðju hafði hins vegar ekki verið samþykkt og raunar var það  sú skipulagstillaga,sem borin var undir atkvæði Hafnfirðinga í kosningunni síðasta sunnudag. Það hefði verið eðlilegra, að þessi kosning hefði farið fram mikið fyrr, t.d. fyrir 4 árum.Þá hefði mátt spara mikið fé og fyrirhöfn.

 Menn velta því fyrir sér hvort kosningin um stækkun álversins í Hafnarfirði muni hafa mikil áhrif á  þróun stóriðju í landinu almennt. Tíminn einn leiðir hið rétta í ljós í því efni. Sjálfsagt mun kosningin í Hafnarfirði hafa einhver áhrif í þessu efni. Erlendir fjárfestar verða sjálfsagt eitthvað varkárari í fjárfestingum hér á landi og  svipaðra áhrifa mun ef til vill gæta að einhverju leyti hjá stórnvöldum, í  sveitarstjórnum og í landinu. Slík áhrif af völdum kosningarinnar í Hafnarfirði eru aðeins til góðs.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband