Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Samskipti við Færeyjar aukin
Samskipti Íslands og Færeyja hafa löngum verið góð.Færeyingar hafa oft sótt vinnu til Íslands og Íslendingar hafa stofnað til atvinnureksturs í Færeyjum, m.a. útgerð. Ísland hefur gert fríverslunarsamning við Færeyjar. Ísland hefur nú opnað ræðisskrifstofu í Þórshöfn. Skrifstofan heyrir undir sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn. Aðalræðismaður Íslands í Þórshöfn er Eiður Guðnason og heyrir hann undir sendiráðið í Kaupmannahöfn.Eiður var blaðamaður á Alþýðublaðinu, alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn og umhverfisráðherra en síðan sendiherra í utanríkisþjónustunni.
Valgerður Sverrisdóttir,utanríkisráðherra, á þakkir skilið fyrir að opna ræðisskrifstofu í Færeyjum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.