Laugardagur, 7. apríl 2007
Gróf misnotkun á framkvæmdasjóði aldraðra
Sem dæmi um grófa misnotkun á framkvæmdasjóði aldraðra má nefna eftirfarandi úthlutanir ráðherra Framsóknar á fjármunum úr sjóðnum:
Kr. 669.751 til Hauks Guðlaugssonar og Gunnars Kvaran vegna tónleikahalds á öldrunarstofnunum. Kr. 365.000 til samráðshóps um stöðu aldraðra vegna ráðstefnuhalds, Kr. 1.270.198 til landlæknisembættisins vegna gagnagrunns á öldrunarsviði. Kr. 447.558 til heilbrigðis-og tryggingarráðuneytis vegna útgáfu upplýsingaritsins ný sýn ( kosningabæklingur ) Kr. 1.712.108 til rannsóknarstofu Háskóla Íslands og LSH vegna rannsókna í öldrunarfræðum. Kr. 5.052.745 til Háskóla Íslands vegna lektorsstöðu í félagsvísindadeild. Kr. 365.000 til samráðshóps um stöðu aldraðra vegna ráðstefnu um stöðu aldraðra á vinnumarkaði .Kr. 557.977 til samráðsnefndar um málefni aldraðra,nefndarlaun og kostnaður. Kr. 3.851.213 til landlæknis vegna framkvæmdar á vistunarmati. Kr. 1.713.000 til Pálma Jónssonar,læknis, vegna þróunar og aðlögunar á RAI mælitæki. Kr. 1.077.320 til Halldórs S.Guðmundssonar og Mörtu G.Bergmann vegna sjálfs-mats eldri borgara,verkefni. Kr. 500.000 til Hafnar í Hornafirði vegna verkefnis v.heimaþjónustu Kr. 500.000 til óperukórsins í Reykjavík vegna tónleikahalds á öldrunarstofnunum. Kr. 100.000 til Hrafns Pálssonar vegna útgáfu á hljómdiski. Kr. 135.000 til Bryndísar Erlingsdóttur,sjúkraþjálfara, vegna ráðstefnu í Noregi. Kr. 1 milljón til Háskóla Íslands vegna kaupa á kennslubúnaði. 1 milljón til Jóns Hermannssonar,Tefra Film, vegna fræðsluefnis fyrir útlendinga,sem starfa við umönnun á sjúkrahúsumn Kr. 500.000 til utanríkisráðuneytisins vegna alþjóðaþings um málefni aldraðra.
Sjóðurinn allra gagn!
Ásta R. . Jóhannesdóttir alþingismaður fékk framangeindar upplýsingar á alþingi sem svar við fyrirspurn. Framangreindar upplýsingar leiða í ljós, að misnotkunin á framkvæmdasjóði aldraðra hefur verið mun grófari en menn gátu ímyndað sér. Það er engu líkara en Framsóknarmennirnir í ráðherrastólum heilbrigðismála hafi notað sjóðinn sem allra gagn, veitt úr honum í allar áttir, til tónleikahalds, þátttöku í ráðstefnum erlendis, til Háskóla Íslands til þess að greiða nefndarstörf og jafnvel til utanríkisráðuneytisins eins og það ráðuneyti hafi verið á horriminni og ekki geta greitt sinn eigin kostnað. Það skiptir engu máli þó tónleikar og ráðstefnur hafi tengst eldri borgurum.
Farið langt út fyrir heimildir
Framkvæmdasjóður átti ekki að greiða slíkan kostnað. Hann átti að greiða framkvæmdir í þágu aldraðra eins og nafnið bendir til og samkvæmt sérstökum heimildum vissan rekstur hjúkrunarstofnana fyrir aldraða,sem aldrei skyldi verið hafa. Ég tel, að heilbrigðisráðherrar Framsóknar hafi farið langt út fyrir heimildir sínar með rástöfun úr framkvæmdasjóði aldraðra.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Facebook
Athugasemdir
Þakka þér Björgvin fyrir þessar gagnlegu upplýsingar. "Góðar" eru þær ekki því þær segja raunalega sögu. Þær segja frá því hvernig þoka siðblindunnar leggst smám saman yfir þá sem sóst hafa eftir umboði kjósendanna með postullega réttlætiskennd í farteskinu og síðan sýnt umbjóðendum sínum hroka og nánast fyrirlitningu.
"Hvárki skal ek á þessu níðast ok á engu öðru, því er mér er til trúat". Þessi fleygu orð Kolskeggs Hámundarsonar, sem höfundur Njálu kaus að halda til haga verða mér æ oftar í hug þegar ég horfi til vinnubragða á löggjafarþingi okkar.
Ég spurði ungan vin minn sem hafði nýlokið fyrsta þingvetri hvernig honum hefði líkað þetta nýja starf? "Æ, ég veit ekki Árni. Það kom mér á óvart hvað þarna er mikið af ómerkilegu fólki".
Árni Gunnarsson, 7.4.2007 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.