Sunnudagur, 8. apríl 2007
"Vinsældir" flokksforingja
Gallup hefur birt vinsældakönnun um flokksforingjana. Geir H.Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins mælist vinsælastur.Það þarf ekki að koma á óvart. Formaður Sjálfstæðisflokksins mælist yfirleitt vinsælasti stjórnmálamaðurinn og virðist litlu skipta hver er í formannssætinu. Nú hefur Geir H.Haarde t.d. látið lítið að sér kveða undanfarið. Það hefur lítið heyrst í honum. En hann er samt vinsæll. Ef til vill er hann vinsælli eftir því sem minna heyrist í honum. Steingrímur J. er nr. 2 og Ómar Ragnarsson nr. 3. Síðan kemur Ingibjörg Sólrún formaður Samfylkingarinnar. Það er mikið gert úr því, að Ingibjörg Sólrún skuli ekki vera ofar á þessum lista.
Fyrir 4 árum mældist Ingibjörg Sólrún í slíkum könnunum vinsælasti stjórnmálaforinginn og var 10 prósentustigum fyrir ofan þáverandi formann Sjálfstæðisflokksins. Hún hafði þá verið borgarstjóri og leiðtogi R-listans í 9 ár og menn voru að dæma hana af verkum sínum. Það ríkti almenn ánægja með störf Ingibjargar Sólrúnar sem borgarstjóra og það kom fram í skoðanakönnunum. Nú er fyrst og fremst verið að dæma eftir áróðri fjölmiðla og Morgunblaðið hefur rekið stanslausan áróður gegn Ingibjörgu Sólrúnu og neynt að níða hana niður. Á sama tíma hefur Morgunblaðið verið að mæra Steingrím J. Blaðið vill fá Vinstri græna sem nýja hækju fyrir íhaldið í stað Framsóknar.Það hefur ekki verið rekinn eins hatrammur áróður gegn neinum stjórnmálaforingja eins og gegn Ingibjörgu Sólrúnu. Það má segja, að allir fjölmiðlar hafi þar lagst á eitt. Af þeim sökum er ekki undarlegt þó hún mælist ekki hátt í vinsældakönnunum. En Ingibjörg Sólrún lætur engan bilbug á sér finna og Samfylkingin fylkir sér um foringja sinn og ætlar að sigra í þingkosningunum í næsta mánuði.
Björgvin GuðmundssonFlokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það hefur greinilega orðið til ný greining í landinu og heitir hún klárlega formanseinelti. Alveg er þetta merkilegt hvað fólk er farið að taka upp gamla framsóknarstílinn og tala um að formaðurinn sinn sé einnig lagður í einelti. Er þetta ekki orðið ágætt.
Sé að þú minnist ekkert á Fréttablaðið eða öllu heldur ljósvaka og prentmiðla 365 sem hafa lagt sig fram við að byggja upp og aðstoða bæði Ingibjörgu og Samfylkinguna í þeim málum sem bera hæst hverju sinni. Gæti ekki verið að almenningur sé einmitt að dæma Ingibjörgu Sólrúnu fyrir það hvernig hún skyldi við Reykjavík?, hvernig hún hefur reynt að nota Byrgismálið sér og sínum til framdráttar? En kannski eru einnig hennar eigin flokksmenn farnir að yfirgefa hana líkt og konurnar sem virðiast fara í umvörpum frá flokknum?
Óttarr Makuch, 8.4.2007 kl. 11:25
Spurningin er hversu raunhæf þessi umræða er. Formenn eru jú ímynd flokka sinna og ef einhver formaður er ekki "markaðsvænn" þá er hann ekki líklegur til að veiða atkvæði.
En líklega er þungamiðja kosninganna ekki formenn heldur eitthvað annað uppsafnað sem annað hvort heldur fólki frá flokkum eða dregur kjósendur að.
Hver eru langtíma áhrif allskonar mála sem einstakir stjórnmálaflokkar hafa verið að gramsa í svo sem innflyltendamál Frjálslynda flokksins?
Sigurður Sigurðsson, 8.4.2007 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.