Mánudagur, 9. apríl 2007
Orkufyrirtækin best komin í höndum opinberra aðila
Í drögum að stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins fyrir landsfund 2007 kemur fram, að flokkurinn vill einkavæða orkufyrirtæki landsmanna. Þessu er ég algerlega andvígur. Ég tel t.d., að orkuveita Reykjavíkur sé best komin í höndunum á Reykjavíkurborg og fram til þessa hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík látið sem hann væri því sammála. En svo virðist ekki vera, ef miða á við drög að landsfundarályktun flokksins. Ég tel einnig,að landsvirkjun sé best komin í höndunum á ríkinu. Það er komið nóg af einkavæðingu eða einkavinavæðingu og raunar þyrfti að stíga skref til baka í því efni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.