Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Samfylkingin markar sér sérstöðu í efnahagsmálum
Ritið heitir Jafnvægi og framfarir - Ábyrg efnahagsstefna. Það er ekki stefna Samfylkingarinnar í efnahagsmálum heldur er þar leitast við að leggja mat á stöðu efnahagsmála í dag og horfur á næsta kjörtímabili. Fram kemur, að staðan er mjög slæm.
Í úttekt Samfylkimngarinnar segir,að helsta verkefni hagstjórnarmála sé að koma á jafnvægi í íslenskum efnahagsmálum á ný. Með hinu mikla vaxtarskeiði sem hófst á síðasta ári hafi myndast mikil eftirspurn, farið hafi verið fram úr framleiðslugetu, það orsakaði mikinn viðskiptahalla og verðbólgu. Gengi krónunnar sé óstöðugt og vextir afar háir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.