Samfylkingin markar sér sérstöðu í efnahagsmálum

Samfylkingin kynnti í gær úttekt sína á stöðu efnahagsmála. Þar segir, að helsta verkefni stjórnvalda sé að koma aftur á jafnvægi í efnahagsmálum.Málefnahópur undir stjórn  Jóns Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóra og iðnaðarráðherra Alþýðuflokksins, vann að útektinni og lagði mikla vinnu í hana. Hefur úttektin vakið mikla athygli og m.a. er farið mjög ´jákvæðum orðum um hana í forustugrein Mbl. í dag. Segir Morgunblaðið, að það sé mikill fengur fyrir Samfylkinguna að fá svo   hæfan mann sem Jón Sigurðsson til liðs við sig. Er óhætt að segja, að Samfylkingin hafi markað sér algera ´sérstöðu í efnahagsmálum með því að leggja svo vandaða úttekt um efnahagsmál fram.

Ritið heitir Jafnvægi og framfarir - Ábyrg efnahagsstefna. Það er ekki stefna Samfylkingarinnar í efnahagsmálum heldur er þar leitast við að leggja mat á stöðu efnahagsmála í dag og horfur á næsta kjörtímabili. Fram kemur, að staðan er mjög slæm.

Í úttekt Samfylkimngarinnar segir,að  helsta verkefni hagstjórnarmála sé að koma á jafnvægi í íslenskum efnahagsmálum á ný. Með hinu mikla vaxtarskeiði sem hófst á síðasta ári hafi myndast mikil eftirspurn, farið hafi verið fram úr framleiðslugetu, það orsakaði mikinn viðskiptahalla og verðbólgu. Gengi krónunnar sé óstöðugt og vextir afar háir.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband