Samfylkingin vill stórefla velferðarkerfið

 

Drög að landsfundarályktun Samfylkingarinnar voru lögð fram í dag.Samkvæmt þeim vill Samfylkingin  stórefla velferðarkerfið, skilgreina íslensku í stjórnarskrá sem opinbert tungumál, afnema pólitískar ráðningar í embætti seðlabankastjóra og gera landið að einu kjördæmi.

Í drögum að landsfundarályktun Samfylkingarinnar  segir,að eitt mikilvægasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar sé að tryggja hag eldri borgara. Ráðast á í stórátak í uppbyggingu búsetuúrræða fyrir eldri borgara og bæta lífeyri þeirra. Þá á að stofna embætti umboðsmanns eldri borgara. Samfylkingin vill hækka skattleysismörk, draga úr tekjutengingu barnabóta og lækka skatta á lífeyrissjóðsgreiðslur. Afnema  á stimpilgjöld af lánum vegna húsnæðiskaupa, afnema vörugjöld og tolla af matvöru og lækka virðisaukaskatt af lyfjum. Loks vill flokkurinn lengja fæðingarorlof í tólf mánuði

Ályktun Samfylkingarinnar er róttæk og metnaðarfull. Það er alveg ljóst samkvæmt henni,að Samfylkingin er flokkur launafólks og  þeirra, sem minna mega sín í þjóðfélaginu svo sem aldraðra og öryrkja.Landsfundur Samfylkingarinnar hefst á morgun.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband