Laugardagur, 14. apríl 2007
Glæsilegur landsfundur Samfylkingarinnar
Landsfundur Samfylkingarinnar,sem hófst í gær, er mjög glæsilegur. Um 1500 manns voru viðstaddir setningarathöfn fundarins en það er metþáttattaka hjá flokknum. Setningarræða Ingibjargar Sólrúnar formanns var mjög sterk og einkenndist af sóknarhug.Hlaut hún gífurlega góðar undirtektir og fram kom, að fundarmenn standa einhuga á bak við formanninn.
Ingibjörg Sólrún kom víða við í ræðu sinni. Hún sagði, að ef Samfylkingin kæmist til valda yrði það fyrsta verk hennar að taka Íslands af lista hinna staðföstu þjóða,sem studdu innrásina í Írak. Gagnrýndi hún harðlega það athæfi stjórnarflokkanna að láta Ísland styðja innrásina. Hún sagði,að Samfylkingin mundi einnig beita sér fyrir breytingu á eftirlaunalögunum frægu sem færðu æðstu embættismönnum þjóðarinnar meiri eftirlaun en öðrum í þjóðfélaginu.Hún ræddi ítarlega velferðarkerfið og sagði,að Samfylkingin mundi setja málefni aldraðra í forgang og útrýma biðlistum eftir rými á hjúkrunarheimilum eins og R-listinn hefði útrýmt biðlistum eftir rými á leikskólum Reykjavíkurborgar.Reist yrðu 400 ný hjúkrunarrými á fyrstu 2 árum ríkisstjórnar, sem Samfyllkingin ætti aðild að. Hún sagði, að Samfylkingin mundi berjast gegn misskiptingu og ójöfnuði og berjast fyrir auknum jöfnuði á ný eftir að ríkisstjórn ójafnaðar hefði setið við völd í 12 ár. Það er ljóst af landsfundinum, að Sam,fylkingin lætur engan bilbug á sér finna og ætlar að sækja fram á ný og vinna sigur í þingkosningunum 12.mai.
Björgvin GuðmundssonFlokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:16 | Facebook
Athugasemdir
Med baráttukvedju frá Finnlandi, Björgvin Björgvinsson
Björgvin Björgvinsson, 19.4.2007 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.