Sunnudagur, 15. apríl 2007
Sjálfstæðisflokkurinn var í fyrstu á móti EES
Sjálfstæðisflokkurinn var í fyrstu á móti EES Allir stjórnmálamenn mæra nú EES samninginn og telja aðild að honum hafa verið mikið gæfuspor hjá Íslendingum.En þegar Alþýðuflokkurinn hóf baráttuna fyrir aðild Íslands að EES samningnum þá var Sjálfstæðisflokkurinn því algerlega andvígur. Flokkurinn vildi fremur gera tvíhliða samning við Evrópusambandið.Alþýðuflokkurinn undir forustu Jóns Baldvins knúði aðild Íslands í gegn á Alþingi,fyrst í andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn og síðan í andstöðu við Framsókn og Alþýðubandalagið.Framsóknarflokkurinn var á móti aðild þjóðarinnar að EES.Halldór Ásgrímsson sat hjá. En nú vildu allir Lilju kveðið hafa. Nú hreykja þeir sér sem ýmist voru andvígir aðild að EES eða drógu lappirnar og treystu sér ekki til þess að samþykkja aðildina.
Aðild Íslands að EES færði okkur frelsið í efnahagsmálum,sem allir dásama í dag. EES-samningurinn færði okkur frelsin fjögur,frelsi í vöruviðskiptum,þjónustuviðskiptum,fjármagnaflutningum og vinnuaflsflutningum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.