Áróður Mbl. gegn Samfylkingunni heldur áfram

 

 

Í forustugrein Morgunblaðsins í dag segir svo:Hin nýja forysta Sjálfstæðisflokksins kemur sterk frá sínum landsfundi. Og síðan segir: Það er meiri órói meðal Samfylkingarfólks.

Þessi skrif kom í kjölfar mikils níðs um Samfylkinguna í Reykjavíkurbréfi  á sunnudag en bréfið var allt lagt undir árás á Samfylkinguna um leið og Vinstri grænir voru hafnir til skýjanna.

  Landsfundur Samfylkingarinnar var gífurlega sterkur og sýndi geysilegan styrk Ingibjargar Sólrúnar.Ekkert kom fram á fundinum, sem gefur Mbl. tilefni til þess að tala um óróa meðal Samfylkingarfólks.Þar var mikil samstaða og mjög málefnaleg og góð umræða um öll hin mikilvægu mál. En það er engu líkara en  það hafi  verið ákveðið í Valhöll ( virðist gilda fyrir Mbl.) að klifa stöðugt á því að sundrung ríki í  Samfylkingunni  jafnframt því, sem áróður sé rekinn gegn Ingibjörgu Sólrúnu.

  Hvers vegna  hefur  íhaldið lagt þessa línu gegn Samfylkingunni? Það er vegna þess að það er ekki búið að jafna sig enn á því að R-listinn undir forustu Ingibjargar Sólrúnar skyldi fella íhaldið þrisvar í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Og það er vegna þess,að Samfylkingin gagnrýndi  sjálft goðið, Davíð Oddsson, harðlega í síðustu kosningum og  vann stórsigur, fékk 31% atkvæða á meðan Sjálfstæðiflokkurinn  hrapaði í 33%.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband