Djúpt á umbótum hjá Tryggingastofnun

Alþingismenn hafa verið að berjast fyrir því, að eldri borgarar þyrftu ekki að safna saman  reikningum vegna lækniskostnaðar í því skyni að fá afsláttarkort heldur mundu sjúkrastofnanair senda reikningana  beint til Tryggingastofnunar og eldri borgarar fá afsláttarkortin send án þess ap fara í stofnunina. Um síðustu áramót virtist vera að rofa til í þessum efnum og barátta alþingismanna í þessu efni að bera árangur. Þá tilkynnti Tryggingastofnun, að  eldri borgarar mundu fá afsláttarkortin send framvegis þegar þeir hefðu greitt lækniskostnað að fjárhæð 4500 kr. og þeir þyrftu ekki að fara í Tryggingastofnun. En ekkert hefur gerst í þessum efnum enn. Það eina sem hefur gerst er, að nú er ástandið í þessum efnum orðið verra en áður. Eldri borgarar fengu asfláttarkortið afhent áður um leið og þeir framvísuðu reikningum í Tryggingastofnun. Nú verða þeir að fara með reikningana í stofnunina en fá ekkert afsláttarkort afhent! Þeim er sat að leggja reikningana inn en síðan fái þeir afsláttarkortið afhent  einhvern tímann síðar. Mö.o: Ástandið hefur versnað í þessum efnum  en ekki batnað. Það er djúpt á umbótum hjá Tryggingastofnun.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband