Björgvin og Helgi Hrafn styðja afnám tekjutengingar hjá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjói

Sem formaður kjaranefndar  Félags eldri borgara hafði ég samband við kaptein Pirata,Helga Hrafn Gunnarsson, og innti hann eftir því hvort hann gæti stutt einhver af stefnumálum eldri borgara.Helgi Hrafn kvaðst geta stutt afnám tekjutenginga í lífeyris-og bótagreiðslum almannatrygginga.Ég tel þetta skipta mjög miklu máli.Það eru margvíslegar tekjutengingar í kerfi almannatrygginga og best væri að afnema þær allar. En brýnast er að mínu mati að afnema tekjutengingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það verður að hætta strax að skerða lífeyri aldraðra hjá Tryggingastofnun vegna þess að þeir hafi fengið lífeyri úr lífeyrissjóði. Ég tel mjög mikilvægt,að Helgi Hrafn Gunnarsson skuli reiðubúinn að styðja það.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband