Segir lífeyrissjóðnum stolið af ríkinu með skerðingum!

Sjóðfélagi í lífeyrissjóði segir svo frá:

Ég hef greitt í lífeyrissjóð VR í 45 ár frá 1968 til 2012 og skatt frá 1958 og aldrei misst ár úr. Ég fæ í dag samanlagt frá TR og lífeyrissjóð 248,000 kr. á mánuði eftir skatt. Lífeyrissjóðunum er hreinlega stolið af ríkinu með skerðingum.

Þetta er dæmigert fyrir það hvernig ríkið með skerðingum og sköttum lætur greipar sópa um lífeyrissjóðina.Sá,sem aldrei hefur greitt i lífeyrissjóð fær 207 þúsund kr eftir skatt,ef hann er einhleypur og 185 þúsund á mánuði ef hann er í hjónabandi eða sambúð. Munurinn er lítill.Þetta er ástandið í dag. Og það mun lítið batna við afgreiðslu frumvarps félagsmálaráðherra. Skerðingin á að halda áfram.

Krafan er skýr: Það á að afnema allar skerðingar alveg,allar tekjutengingar TR vegna aldraðra og öryrkja.Lífeyrissjóðirnir áttu að vera viðbót við almannatryggingar og því hefur ríkið ekkert leyfi til þess að skerða lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Og það á einnig að afnema aðrar skerðingar vegna atvinnutekna og fjármagnstekna. Ríkisstjórnin þykist vilja greiða fyrir atvinnuþáttöku eldri borgara.En það eru látalæti. Frumvarp félagsmálaráðherra eykur skerðingu lífeyris TR vegna atvinntekna.Og það er ekkert gagn í 25 þús kr. frítekjumarki.

Það á að afnema allar tekjutengingar,allar skerðingar.Það eru engar skerðingar í Noregi. Og við höfum eins efni á því kerfi og Norðmenn með alla þá peninga sem fljóta um þjóðfélagið í dag.Þetta er aðeins spurning um vilja.

Björgvin Guðmundsson 

 


Stjórnvöld beita Öryrkjabandalag Íslands þvingunaraðgerðum.Sovesk vinnubrögð!

Stjórnvöld eru mjög óánægð með það,að Öryrkjabandalag  Íslands skuli ekki hafa samþykkt starfsgetumat.Í refsingarskyni voru engin ákvæði sett um öryrkja í frumvarpið um almannatryggingar,sem félagsmálaráðherra lagði fyrir alþingi.Vissulega hefði mátt láta sömu ákvæði gilda um lífeyri öryrkja og um lífeyri aldraðra enda þótt ekki væri samkomulag um starfsgetumat.Nú hefur ríkisstjórnin samþykkt tillögu um hækkun lífeyris aldraðra í áföngum fram til ársins 2018.En þá ber svo við,að sams konar tillaga er ekki gerð um lífeyri öryrkja,heldur lagt til,að hækkun á lífeyri öryrkja eigi að byggjast á framfærsluuppbót.Það þýðir,að ef öryrki vinnur sér inn nokkrar krónur lækkkar framfærsluuppbót hans sem því nemur; m.ö.o:Krónu móti krónu skerðingin er þá komin aftur inn í frv um almannatryggingar enda þótt ríkisstjórnin stærði sig af því að hafa afnumið hana. Hvað er hér að gerast? Jú.Félagsmálaráðherra er að reyna að þvinga Öryrkjabandalagið til hlíðni.Ráðherrann segir í viðtali við RUV,að Öryrkjabandalagið hafi ekki viljað samþykkja málamiðlun eins og Landssamband eldri borgara.En öryrkjar fái marga milljarða ef þeir samþykki málamiðlun!Þetta er ekkert annað en þvingunaraðgerð.Kúgun að soveski fyrirmynd.Er ekki frelsi á Íslandi.Ræður Öryrkjabandalagið því ekki sjálft hvort það samþykkir starfsgetumat,sem kollvarpar öllum vinnubrögðum sem gilt hafa um örorkumat.Öbi segir,að starfsgetumatið sé illa unnið og óvíst hvort það gæti gengið,m.a. vegna óvissu um atvinnu fyrir öryrkja en atvinnulífið hefur ekki verið fúst að taka öryrkja í vinnu.

Félagsmálaráðherra ætti að láta af soveskuum þvingunaraðgerðum gegn öryrkjum og láta sömu reglur gilda um lífeyrismál öryrkja eins og eiga að gilda um lífeyrismál aldraðra.það er ósmekklegt,að neita að láta öryrkja njóta sömu hækkunar lífeyris eins og aldraða og á sama grundvelli.Hugmyndir um starfsgetumat eru sérmál,sem ekki á að blanda saman við lífeyrismál öryrkja. Sovesk vinnubrögð stjórnvalda eiga ekki heima á Islandi. Látið af þeim.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 10. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband