Lífeyrsþegar fái afturvirkar kjarabætur!Aðeins fjórðungur eldri borgara fær fulla hækkun!

 

 

Það er nokkuð algengt í seinni tíð,  að laun séu leiðrétt til baka. Einkum á þetta við um  laun embættismanna og stjórnmálamanna og dæmi eru um slíkt hjá almennum launamönnum. Samfylkingin hefur það nú á stefnuskrá sinni,að lífeyrir aldraðra og öryrkja verði leiðréttur til baka frá 1.mai 2016.Samfylkingin vill,að lífeyrir verði hækkaður strax í 260 þúsund á mánuði fyrir skatt úr 246  þúsund kr og að þessi hækkun gildi afturvirkt frá 1.mai sl en síðan hækki lífeyririnn í 280 þúsund kr á mánuði um áramót og í 300 þúsund á mánuði 2018 fyrir skatt..Þetta mundi þýða það,að  lífeyrisþegar fengju greiddar 84 þúsund krónur  í afturvirka uppbót fyrir tímabilið 1.mai til loka oktobber.Lífeyrisþega munar um hverja krónu og þess vegna mundi þessi uppbót koma sér vel og þeir eiga rétt á henni.

Í stað þess að bíða eftir hækkun til áramóta kæmi hún strax til framkvæmda.Athugun leiðir í ljós,að tillögur rikisstjjórnarinnar gagnast mjög fáum þeirra,sem eru eingöngu með lífeyri frá almannatryggingum.Aðeins fjórðungur eldri borgara er með heimilisuppbót og mundi fá fulla hækkun samkvæmt tillögum rikisstjórmarinnar og aðeins þriðjungur öryrkja er með heimilisuppbót og mundi fá fulla hækkun. Tillögur ríkisstjórnarinnar eru því marki brenndar,að þeir gera aðeins ráð fyrr að þeir sem búa einir ( og fá heimilisuppbót) fái fulla hækkun en þeir sem eru í sambúð eða hjónabandi fá sáralitla hækkun. Öryrkjar fá mjög litla hækkun.Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar hækka einhleypir eldri borgarar,sem eingöngu frá lífeyri almannatrygginga um 10 þúsund krónur á mánuði eftir skatt frá áramótum en eldri borgarar,sem eru í sambúð eða hjónabandi hækka um 20 þúsund krónur á mánuðii eftir skatt frá áramótum. Þetta er lítil hækkun,einkum þegar tekið er tillit til þess, að þessi hópur þurfti að bíða í 8 mánuði eftir kjarabótum sl ár ár,þegar allir aðrir voru að fá miklar hækkanir og nú eru liðnir 9 mánuðir frá því lífeyrir hækkaði en launafólk fékk hækkun um leið  og lífeyrisþegarfyrir 9 mánuðum og á ný 1.mai. Hvers vegna þurfa aldraðir og öryrkjar alltaf að mæta afgangi. Ég vil setja þá í fyrsta sæti.

Björgvin Guðmundsson

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 18. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband