Stjórnarherrarnir hlunnfara aldraða og öryrkja!

Hilmar, yngsti sonur minn,las úr bók minni " Bætum lífi við árin" á bókarkynningu minni í gær.Hann las m.a. eftirfarandi:Hvaða leyfi hafa stjórnarherrarnir til þess að halda kjörum lífeyrisþega niðri? Fengu þeir eitthvað umboð til þess í síðustu kosningum að hlunnfara aldraða og öryrkja á sama tíma og allir aðrir í þjóðfélaginu fá miklar kjarabætur?Var það ekki þveröfugt.Sögðust þeir ekki ætla að stórbæta kjör lífeyrisþega? Ég man ekki betur.

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt:Ellilífeyrir verði  leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir sem orðið hafa á lægstu launum frá 2009.Þarna er engin tæpitunga töluðu.Því er lofað að ellilífeyrir verði leiðréttur vegna launahækkana ekki seinna heldur strax.En núna 3 árum seinna er ekkert farið að gera í að efna þetta loforð.

Þetta loforð,sem sonur minn las upp á bókarkynningunni er stærsta loforðið,sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum.Til þess að efna það þarf að hækka lífeyri um a.m.k. 56 þúsund krónur á mánuði.Það er kosningaloforð og nú á morgun og I byrjun vikunnar er sIðasti möguleiki að efna þetta loforð.Þar fyrir utan ber stjórnvöldum skylda til þess að hækka lífeyri svo mjög,að hann dugi örugglega til framfærslu.Það er ekki víst,að 56 þús króna hækkun dugi til þess,þar eð ríkið hrifsar drjúgan hluta lífeyrisins í skatta.Ég tel,að lífeyrir eigi að vera skattfrjáls.

Björgvin  Guðmundsson

 

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 2. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband