Bæta þarf kjör aldraðra og öryrkja miklu meira en um þá hungurlús,sem taka á gildi næsta ár

 

Ný ríkisstjórn fær meðal annars það verkefni að bæta kjör aldraðra og öryrkja í samræmi  við það,sem kjósendum var lofað í kosningunum.Ég reikna ekki með,að ný stjórn hafi það eins og frá farandi stjórn að lofa öldruðum og öryrkjum miklum kjarabótum og svíkja það síðan.Sjálfstæðisflokkurnn og Framsóknarflokkurinn gáfu öldruðum og öryrkjum stór kosningaloforð fyrir kosningarnar 2013 og  þau voru svikin.Sjálfstæðisflokkurinn lofaði á landsfundi sínum 2013 að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputimans,2009-2013,sagði,að lífeyrir yrði leiðréttur strax til samræmis við hækkanir lægstu launa.Þetta var svikið.Framsóknarflokkurinn samþykkti á sínu flokksþingi að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði leiðréttur vegna kjaragliðnunar (kjaraskerðingar) krepputímans.Það var svikið. Formaður Sjálfstæðisflokksins,Bjarni Benediktsson,lofaði í bréfi til eldri borgara,að  afnema tekjutengingu við lífeyri TR vegna tekna eldri  borgara. Útreikningur grunnlífeyris,sem allir höfðu fengið fyrir 2009, var leiðréttur þannig, að þeir,sem höfðu háan lífeyri úr lífeyrissjóðum,fengju hann á ný, en að öðru leyti var þetta loforð svikð.

Á síðasta degi þingsins fyrir kosningar afgreiddi fráfarandi ríkisstjórn örlitla hækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja ( hungurlús) og dró nokkuð úr skerðingum. Ekki er farið að greiða öldruðum og öryrkjum eina krónu af þessari hækkun. Þeir fá enga hækkun fyrr en 1.janúar 2017.Það er ekki hafður sami háttur á eins og gagnvart ráðherrum og þingmönnum við afgreiðslu launahækkana.Kjararáð afgreiddi kauphækkun til ráðherra og þingmanna,35% til ráðherra og 45% til þingmanna.Þurftu ráðherrar og þingmenn ekki að bíða eftir launahækkuninni til  1.janúar 2017 eins og lífeyrisþegar? Er ekki jafnræði samkvæmt stjórnarskránni.Eiga ekki allir að sitja við sama borð? Nei ekki aldeilis.Þingmenn fengu sína hækkun strax,meira að segja áður en þeir mæta í vinnunni og ráðherrar fengu sina hækkun líka strax.Það þurfti ekki að bíða eftir afgreiðslu fjárlaga.Þetta er gróf mismunun.Það eru nógir peningar til þegar hækka þarf laun ráðherra,þingmanna og æðstu embættismanna.Lífeyrir aldraðra,sem eru i hjónabandi eða sambúð á að hækka um 10 þúsund kr  á mánuði eftir skatt á næsta ári,fara í 195 þúsund á mánuði og hjá einhleypum á að hækka í 227 þúsund kr á mánuði eftir skatt eða um 20 þúsund kr.Þetta er alger hungurlús og munar litlu sem engu.Vissir þingmenn geta hins vegar hækkað í 2 milljónir  á mánuð og ráðherrar fá einnig svimandi hækkanir.Það er ljóst,að það búa tvær þjóðir í þessu landi.Þingfararkaup hækkar um 338 þús kr á mánuði en síðan er greitt sérstaklega fyrir formennsku i nefndum,fyrir þingflokksformennsku og formennsku i flokkum og styrkur fyrir utanbæjarþingmenn sem þurfa að sækja þing til Reykjavíkur.Fleiri sporslur finnast. Ráðherrar hækka um 488 þúsund kr en lífeyrisegar hækka sem fyrr segir á næsta ári um 10 þúsund á mánuði og upp í 27 þúsund krá mánuði.

Það verður að endurskoða þá hungurlús sem fráfarandi ríkisstjórn er að skammt lífeyrisþegum og ákveða miklu  meiri hækkun til lífeyrisþega, ef þeir eiga að komast sæmilega af. Þeir þurfa að fá a.m.k. 400 þúsund kr á mánuði fyrir skatt eins og ég hef  skrifað um áður. Það þýðir 320 þúsund eftir skatt.Það er lágmark og í samræmi við neyslukönnun hagstofunnar. Hér er átt við þá aldraða og öryrkja,sem enungis hafa lífeyri frá almannatryggingum og engan lifeyrissjoð.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Bloggfærslur 11. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband