Skerðingar verði afnumdar.Við eigum lífeyrinn i lífeyrissjóðunum!

Stefna Félags eldri borgara í Reykjavík er sú,að skerðingar lífeyris almannatrygginga vegna greiðslna úr lífeyrissjóði verði afnumdar.Félagið í Reykjavik er langstærsta félag eldri  borgara á landinu og hefur alltaf verið mótandi í kjaramálum eldri borgara.Félagið hefur sömu stefnu varðandi skerðingar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafði fyrir kosningarnar 2013 þegar hann lofaði að afnema allar tekjutengingar.Hann sveik loforðið.Þegar hann gaf loforðið hafði hann engar áhyggjur af því,að efndir á loforðinu kostuðu mikið.

Víst er það dýrt að afnema skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.En ríkið er líka  búið að spara sér gífurlegar fjárhæðir með því að seilast óbeint árum saman í lífeyri eldri borgara.Ég reikna ekki með að eldri borgarar láti rikið greiða til baka en við þurfum ekki að hafa samviskubit af því að stöðva skerðingarnar.Ríkið  skuldar einnig eldri borgurum og öryrkjum stórar fjárhæðir vegna fyrirheita sem stjórnvöld gáfu eldri borgurum og öryrkjum og stóðu ekki við.Stjórnvöld skáru á sjálfvirk tengsl milli lífeyris og vikukaups verkafólks 1995 og lofuðu því um leið,að breytingin mundi ekki valda lífeyrisþegum neinu tjóni.En 2006 var reiknað út,að þessi breyting hefði þá verið búin að skaða lífeyrisþega um 40 milljarða.Talið er,að skaðinn síðan sé annar eins.Þetta tjón stendur vel og rúmlega það undir kostnaði við að afnema skerðingarnar.

Þá sviku Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur það loforð,sem þeir gáfu lífeyrisþegum fyrir kosningar 2013 að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans.Þau svik hafa kostað lífeyrisþega marga tugmilljarða.Aldraðir og öryrkjar eiga því kostnað við afnám skerðinga margfaldan inni hjá ríkinu.

Lífeyrisþegar geta ekki leyft ríkinu lengur að skerða lífeyri almannatrygginga  vegna lífeyrissjóðanna eins og  ríkið eigi lífeyri okkar í lífeyrissjóðunum. Eldri borgarar eiga lífeyrinn og vilja fá að njóta hans að fullu á eftirlaunaárunum.

Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var sagt,að þeir ættu að  vera  viðbót við almannatryggingar.Það á að standa.Annað eru svik. Það er komið nóg að svikum við aldraða og öryrkja og mál að linni.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 12. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband