Enn er allur lífeyrir TR rifinn af eldri borgurum, þegar þeir fara á hjúkrunarheimlii!

v

 

 

Þrátt fyrir miklar umræður er enn ekki búið að breyta fyrirkomulaginu á greiðsluþáttöku eldri borgara,þegar þeir fara  á hjúhrunarheimili.Enn er það svo,að Trygingastofnun tekur ófrjálsri hendi allan lífeyri af eldri borgurum, þegar þeir vistast á hjúrunarheimili en síðan skammtar stofnunin eldri borgurunum smánarupphæð,sem kölluð er vasapeningar. Lögfræðingar,sem ég hef talað við, telja,að þetta sé brot á stjórnarskránni,eignaupptaka.Eldri borgararnir eru ekki látnir vita fyrirfram að

Þetta standi til.Þeir eru látnir vita eftir á.Þetta er mjög niðurlægjandi aðgerð.Það er eins og það sé verið svipta fólkið fjárræði.Auk þess eru vasapeningarnir tekjutengdir.Það þarf ekki annað en hjón eldri borgara séu að skipta um íbúð og leggi peninga í banka í ákveðinn tíma þá rífur Tryggingastofnun vasapeningana af því hjónanna,sem er á hjúkrunarheimili og þeir hverfa.Það er ekki unnt að segja,að þetta kerfi sé jákvætt eldri borgurum.Kerfið kroppar peninga af eldri borgurum alls staðar,.þar sem .það hefur möguleika á því.

Félagsmálaráðherra hefur falið sérstökum starfshóp að koma á tilraunaverkefni í samvinnu við eitt eða fleiri hjúkrunarheimili þar sem kannað verði að láta eldri borgara,sem fara á hjúkrunarheimili,halda lífeyri sínum og greiða sjálfa fyrir þá þjónustu,sem þeir fá á hjúkrunarheimili aðra en læknisþjónustu og hjúkrun  ,sem yrði gjaldfrjáls eins og á öðrum sjúkrastofnunum.Ekki hefði þurft neitt tilraunaverkefni.Nóg hefði verið að kynna sér fyrirkomulag þessara mála á  Norðurlöndunum en þar hefur það tíðkast um langt skeið ,að eldri borgarar haldi lífeyri sínum og greiði sjálfir af honum fyrir þjónustu hjúkrunarheimila aðra en læknisþjónustu og hjúkrun sem er frí.Þetta kerfi hefur gengið ágættlega á hinum Norðurlöndunum og getur eins gert það hér.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 18. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband