Hvernig má bæta kjör aldraðra verulega?

 

 

Nokkrar leiðir koma til greina, þegar taka á ákvörðun um að bæta  kjör aldraðra verulega :1) Að hækka  greiðslur til aldraðra frá almannatryggingum þannig, að þær nái þeirri upphæð, sem þær ættu að vera í miðað við, að ekki hefði verið skorið á  sjálfvirk tengsl milli lágmarkslauna og lífeyris TR. 1995. 2)Að hækka mánaðargreiðslur svo mjög,  að þær dugi fyrir framfærslukostnaði. 3)Að afnema tekjutengingu tryggingalífeyris.4)Að gera  ellilífeyri skattfrjálsan.

Þetta eru allt góðar tillögur og brýn hagsmunamál eldri borgara. Talið er að eldri borgarar og  öryrkjar eigi inni hjá ríkinu 80 milljarða vegna þess að skorið var á sjálfvirk tengsl milli lágmarkslauna og lífeyris aldraðra og öryrkja 1995 .Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra sagði, þegar  hann beitti sér fyrir þessari breytingu, að nýja reikningsaðferðin (viðmiðunin) yrði hagstæðari eldri borgurum en sjálfvirku tengslin.Ákveðið var í staðinn að miða skyldi við launaþróun í landinu en lífeyrir ætti þó aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs.Ef gamla kerfið hefði áfram verið í gildi, hefði 80 milljörðum meira komið í hlut lífeyrisfólks en raun varð á. Það munar um það.Lífeyrisþegar voru hlunnfarnir.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 19. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband