Getur þú lifað á 195 þúsund kr á mánuði eftir skatt?

 

 

Þeir Sigmundur Davið og Bjarni Benediktsson  voru ekki sammála um allt í stjórmarsamstarfi sínu.En þeir voru sammála um eitt. Og það var það,  að þeir væru að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja meira en gerst hefði um langt skeið.Það er því fróðlegt að líta á hvað lífeyririnn er hár í dag eftir methækkun þeirra félaga. Jú lífeyrir giftra eldri borgara er í dag 185 þúsund kr á mánuði  eftir skatt hjá þeim,sem hafa einungis lífeyri frá TR..Hann verður 195 þús kr á mánuði frá og með áramótum.Með öðrum orðum eftir  methækkun  þeirra félaga verður lífeyrir giftra eldri borgara þá orðinn 195 þús. kr á mánuði eftir skatt.Hver getur lifað af því? Getur þú það lesandi góður!  Ég efast um það. Af þessari hungurlús þarf að greiða allan kostnað. Í fyrsta lagi húsaleigu eða húsnæðiskostnað.Húsaleiga getur verið 160 -180 þúsund á mánuði.Matarreikningurinn getur verið 40-50 þúsund kr. Og þá eru peningarnir búnir og rúmlega það.Miðað við lægri tölurnar fara 200 þús í húsaleigu og mat.Eða  5 þúsund kr meira en nemur lífeyrinum.Þá er eftir að greiða rafmagn,hita og síma og samgöngukostnað.Ekki er möguleiki að reka bíl eða tölvu  af  þetta lágum lífeyri. Eldri borgarar eru því í nákvæmlega sömu stöðu nú og áður en þeir fá methækkun Sigmundar Davíðs og Bjarna.Þeir eiga ekki fyrir öllum útgjöldum og verða að skera niður; oft skera þeir niður matarkostnaðinn og eiga því tæplega nóg að borða. Það má því búast við,að eldri borgarar hringi áfram í Félag eldri borgara í Rvk og kvarti yfir að þeir eigi ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins.Þannig er þetta i velferðarsamfélaginu,Íslandi. Sigurður Ingi ætlaði að sjá til þess að enginn liði skort á Íslandi! Hagstofan segir,að meðaltalsneysla sé 321 þúsund kr á mánuði.Það er eftir skatta.Meðaltekjur í þjóðfélaginu eru 620  þúsund kr á mánuði.Það er óskiljanlegt hverng nefnd,sem vann að endurskoðun almannatrygginga árum saman gat komist að þeirri niðurstöðu,að lífeyrir  eldri borgara ætti að vera 195 þúsund kr eftir skatt frá næstu áramótum.Fyrst lagði nefndin til óbreyttan lífeyri,185 þúsund á mánuði og það var tillaga félagsmálaráðherra en eftir mikil mótmæli var ákveðið að hækka lífeyrinn frá næstu áramótum um 10 þúsund kr á mánuði,eftir skatt.Mikill rausnarskapur!Eða hitt þó heldur.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Bloggfærslur 20. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband