Framfærslukostnaður hefur stórhækkað!

Undanfarin misseri hefur framfærslukostnaður stórhækkað,einkum á Stór-Reykjavíkursvæðinu.Veldur þar mestu gífurleg hækkun húsaleigu.Annar húsnæðiskostnaður hefur einnig hækkað.Húsaleiga hefur hækkað í 160- 180 þúsund kr á mánuði fyrir 2ja-3ja herbergja íbúð.Stóraukinn ferðamannastraumur veldur mestu um mikla hækkun húsaleigu.

Ljóst er,að lífeyrir sá,sem Tryggingastofnun skammtar öldruðum og öryrkjum í dag,þeim,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum,dugar hvergi nærri til framfærslu.Húsaleigukostnaður og matarkostnaður er  að lágmarki 200-210 þúsund kr á mánuði.Þá vantar 15- 25 þúsund kr á mánuði hjá giftum,aðeins fyrir þessum 2 útgjaldaliðum.Þá er eftir að reikna,rafmagn,hita,síma og sjónvarp,  samgöngukostnað, fatnað o.fl.Dæmið gengur engan veginn upp.Og það breytir litlu þó lífeyrir hækki um 10 þúsund kr á mánuði um áramót.Dæmið gengur samt ekki upp.Það eru eðlileg mannréttindi,að eldri borgarar og öryrkjar geti verið með tölvur en það er ekki unnt með þeirri hungurlús sem lífeyrisfólk fær. Bíll er ekki inni í myndinni.Það þarf að stórhækka lífeyrinn.

Ég hef lengi bent a,að eðlilegasta viðmiðun í þessu efni sé neyslukönnun Hagstofunnar.Samkvæmt henni notar einhleypingur 321 þúsund kr á mánuði  til neyslu.Engir skattar eru inn í þeirri tölu.Þetta jafngildir 400 þúsund kr fyrir skatt.Það er því eðlilegt að hækka lífeyri í þessa upphæð,400 þúsund á mánuði fyrir skatt,320 þúsund eftir skatt.-Marta Óskarsdóttir formaður kjarahóps Öbi skrifar grein í Fréttablaðið í dag og segir,að lífeyrir eigi að vera 390.250 kr á mánuði; það sé sú tala,sem Umboðsmaður skuldara setji fram sem framfærsluviðmið,eftir að húsnæðiskostnaði hefur  verið bætt við. Þetta er mjög svipað neyslukönnun Hagstofunnar,þannig að það er ljóst ,að lífeyrir aldraðra og öryrkja þarf að vera 390-400 þúsund á mánuði að lágmarki.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 22. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband